
Jökull Máni Hrannarsson hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi af Héraðsdómi Vesturlands.
Jökull var ákærður fyrir að hafa, mánudaginn 28. október 2024, ekið bíl óhæfur til að stjórna honum örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna en hann var staddur á Akranesi þegar lögreglan stoppaði hann.
Þá var hann einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot með því að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 56,61 grömm af amfetamíni, 27,91 grömm af ketamíni, 9,30 grömm af kókaíni, 14,77 grömm af MDMA, 1,04 grömm af MDMA kristölum, 29 ml af kannabisblönduðum vökva og hlaðna loftskammbyssu án skotvopnaleyfis eða heimildar.
Jökull mætti ekki í réttarhöldin en hann var með hreint sakavottorð.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára og þarf Jökull að greiða 121.880 krónur í sakarkostnað.
Komment