1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

7
Minning

Þórir Jensen er látinn

8
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

9
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

10
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Til baka

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Söngvarinn hefur tilkynnt um lokatónleika sína á næsta ári

Alan Jackson
Alan JacksonAlan mun syngja sitt síðasta á næsta ári
Mynd: Tony Norkus/Shutterstock

Kántrí-goðsögnin, Alan Jackson, hefur tilkynnt að hann muni halda síðustu stórtónleika sína árið 2026, þar sem langvinn barátta hans við Charcot-Marie-Tooth-sjúkdóminn (CMT), hrörnunarsjúkdóm sem hefur áhrif á taugakerfið, hefur gert honum æ erfiðara að koma fram.

„Þetta hefur verið löng og merkileg vegferð,“ sagði Jackson í yfirlýsingu til People 8. október, „og hún hefur leitt mig á staði sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér.“

Hinn 66 ára tónlistarmaður mun ljúka ferli sínum á sviði með tónleikunum Last Call: One More for the Road, The Finale, sem fara fram 27. júní 2026 á Nissan-leikvanginum í Nashville, heimaborg hans í Tennessee.

„Ég get ekki ímyndað mér betri stað til að halda lokatónleika og þakka aðdáendum mínum fyrir allt en í Nashville,“ sagði Jackson. „Þar byrjaði þetta allt, í Music City, þar sem Kántrí tónlistin lifir og dafnar.“

Á svið með honum stíga fjölmargir gestir, þar á meðal Luke Bryan, Miranda Lambert, Carrie Underwood og Keith Urban, auk annarra. Bryan sagði í færslu á Instagram að honum væri mikill heiður að taka þátt:

„@officialalanjackson hefur mótað mig í gegnum tónlistina sína í gegnum árin. Ég hlakka ótrúlega mikið til að taka þátt í síðustu tónleikum þessa félaga úr Georgíu á næsta ári.“

Tónleikarnir verða þó ekki aðeins kveðjuhátíð fyrir Jackson heldur einnig tækifæri til að vekja athygli á CMT-sjúkdómnum. Einn dollar af hverjum seldum miða rennur til CMT Research Foundation, sem styrkir rannsóknir á sjúkdómnum.

Jackson greindist með CMT árið 2011 en opinberaði veikindin fyrst árið 2021.

„Ég er með þennan taugasjúkdóm sem ég erfði frá föður mínum,“ sagði hann í viðtali við Today Show. „Það er engin lækning til, og sjúkdómurinn hefur haft áhrif á mig í mörg ár.“

Hann bætti við að hann fyndi sífellt meira fyrir einkennunum:

„Ég veit að ég er farinn að missa jafnvægi á sviði og stundum detta ég næstum, jafnvel þegar ég stend við hljóðnemann. Það er orðið mjög óþægilegt.“

Þrátt fyrir það undirstrikar Jackson að CMT sé ekki lífshættulegur sjúkdómur.

„Hann mun ekki drepa mig,“ sagði hann. „En hann tengist bæði vöðvarýrnunarsjúkdómum og Parkinsonsveiki.“

Jackson segir að veikindin hafi gefið honum færi á að líta yfir feril sinn og skilja eftir það sem honum þyki mestu skipta:

„Ég hef alltaf trúað því að tónlistin sjálf sé það mikilvægasta, lögin. Ef ég á að skilja eitthvað eftir mig, þá vona ég að það sé það.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Þótti einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins
Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

Kristmundur Axel er löngu orðinn stilltur
Menning

Kristmundur Axel er löngu orðinn stilltur

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Yfirvöld á Gaza birta lista yfir það sem þarf að gerast í kjölfar vopnahlés.
Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum
Heimur

Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda
Heimur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó
Heimur

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó

Loka auglýsingu