1
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

2
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

3
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

4
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

5
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

6
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

7
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

8
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

9
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

10
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

Til baka

Karakterleikarinn Peter Greene er látinn

„Hann var góður vinur sem hefði gefið þér skyrtuna af bakinu á sér“

Peter_Greene_2014
Peter GreeneGreene er látinn, aðeins sextugur að aldri
Mynd: Rob DiCaterino/Wikipedia

Leikarinn Peter Greene, sem var þekktur fyrir að leika illmenni í kvikmyndum á borð við Pulp Fiction og The Mask, er látinn, sextugur að aldri. Greene fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan í gær og staðfesti umboðsmaður hans, Gregg Edwards, andlátið í samtali við Deadline. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu en hann hafði á árum áður glímt við heróin og kókaínfíkn.

Greene fæddist 8. október 1965 í Montclair í New Jersey. Hann steig sín fyrstu skref í sjónvarpi í einum þætti af skammlífri glæpaþáttaröð NBC, Hardball, árið 1990. Kvikmyndafrumraun sína átti hann tveimur árum síðar í myndinni Laws of Gravity, þar sem hann lék á móti Edie Falco.

Ferill hans tók fljótt kipp. Árið 1993 lék Greene aðalhlutverk í myndinni Clean, Shaven, sem var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1994. Sama ár kom hann fram í tveimur stórmyndum: hann lék illmennið Zed í Pulp Fiction eftir Quentin Tarantino, sem hlaut Gullpálmann í Cannes, og aðalandstæðing Jim Carrey, Dorian Tyrell, í The Mask.

Greene hélt áfram að vinna jafnt og þétt í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann lék í myndum á borð við Kiss & Tell, Blue Streak, End Game og The Bounty Hunter og átti eftirminnileg hlutverk í The Usual Suspects og Training Day. Í sjónvarpi var hann fastaleikari í þáttaröðinni The Black Donnellys á NBC og fór með endurtekin hlutverk í Life on Mars á ABC og Chicago P.D. á NBC. Hann kom síðast fram í þætti úr forsöguþáttaröðinni The Continental, sem byggir á John Wick-myndunum.

„Hann var einn besti karakterleikari heims,“ sagði Edwards og greindi jafnframt frá því að Greene ætti tvö verkefni fram undan, kvikmyndina Mascots með Mickey Rourke og heimildarmynd sem hann var að lesa inn á, From the American People: The Withdrawal of USAID, ásamt Jason Alexander og Kathleen Turner.

„Hann var mikill áhugamaður um að varpa ljósi á þau dauðsföll sem orðið hafa víðs vegar um heiminn í kjölfar þess að Bandaríkin drógu úr starfsemi USAID,“ sagði Edwards. „Hann var góður vinur sem hefði gefið þér skyrtuna af bakinu á sér. Hann var elskaður og hans verður sárt saknað.“

Í nýlegu myndskeiði af Peter, sem birt var á YouTbue, mátti sjá að hann var í slæmu ásigkomulagi af einhverjum ástæðum.

Peter Greene lætur eftir sig bróður og systur, sem hefur verið tilkynnt um andlátið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar
Heimur

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar

„Snemmbær greining bjargar einfaldlega mannslífum.“
„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð
Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ
Myndir
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Heimur

Karakterleikarinn Peter Greene er látinn
Myndband
Heimur

Karakterleikarinn Peter Greene er látinn

„Hann var góður vinur sem hefði gefið þér skyrtuna af bakinu á sér“
Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar
Heimur

Karl III gefur nýjar upplýsingar um krabbameinsmeðferð í ávarpi til þjóðarinnar

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Loka auglýsingu