
Reykjanesbær á ReykjanesiMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Shutterstock
Karlmaður á Reykjanesi hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Suðurlandi.
Er hann ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa, mánudaginn 27. maí 2024 og um tíma fram til þess dags, í geymslu á þáverandi dvalarstað sínum, verið eigandi að og haft í vörslum sínum án tilskilins leyfis loftriffil og lásboga, sem ákærði geymdi ekki í sérútbúnum vopnaskáp og þannig án þess að tryggja að óviðkomandi nái ekki til vopnanna, en lögregla fékk vopnin afhent og haldlagði framangreindan dag.
Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Enn fremur til að sæta upptöku á loftriffli og lásboga.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í janúar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment