
Karlmaður var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að aka á ljósastaur og flýja vettvang en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Maðurinn var ákærður fyrir umferðarlagabrot. En þann fimmtudaginn 23. janúar 2025 var hann að sagður hafa ekið bíl sviptur ökurétti eftir Ægisgötu á Ólafsfirði þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur við Ægisgötu, og ekið af vettvangi án þess að nema staðar og grípa til viðeigandi ráðstafana og með því virt að vettugi skyldur sínar sem aðili að umferðaróhappi.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en samkvæmt dóminum hefur maðurinn ítrekað brotið umferðarlög, verið dæmdur í fangelsi og verið sviptur ökurétti ævilangt.
Dómur hins mannsins er óskilorðsbundinn og þarf hann að greiða 133.920 krónur í sakarkostnað.
Komment