
Kash Patel, forstjóri FBI, greindi frá því í dag að stofnunin hefði komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ sem átti að eiga sér stað í norðurhluta Michigan yfir hrekkjavökuhelgina.
„Í morgun kom FBI í veg fyrir mögulegt hryðjuverk og handtók nokkra einstaklinga í Michigan sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja ofbeldisfulla árás yfir hrekkjavökuhelgina,“ sagði Patel í færslu á Twitter.
Forstjórinn sagði að nánari upplýsingar um meint samsæri yrðu birtar síðar.
Í færslu á Facebook sagði lögreglan í Dearborn, borg vestan við Detroit, að FBI hefði framkvæmt aðgerðir í Dearborn snemma á föstudagsmorgun.
„Við viljum fullvissa íbúa okkar um að engin ógn steðjar að samfélaginu að svo stöddu,“ sagði í færslunni.
 
                     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment