Ung kona féll niður á akbrautina af brú af óþekktum ástæðum í Adeje á Tenerife í gær en þarlendir miðlar greina frá atvikinu en konan lenti á TF-1 hraðbrautinni.
Viðbragðsaðilar komu fljótt á vettvang til að aðstoða konuna, sem lenti á hraðbrautinni. Ástand hennar hefur enn ekki verið staðfest en er talið vera alvarlegt.
Atvikið olli miklum umferðartöfum í átt að Santa Cruz de Tenerife. Yfirvöld hvöttu ökumenn til að sýna þolinmæði á meðan neyðarteymi unnu að því að tryggja öryggi og koma umferð aftur í eðlilegt horf eins fljótt og auðið var.
Nokkur alvarleg slys hafa orðið á TF-1 og nærliggjandi vegum síðustu ár, sérstaklega á Adeje-svæðinu. Til dæmis lést 23 ára breskur ferðamaður í apríl 2024 eftir að hafa klifrað yfir vegrið og ekið var á hann þegar hann reyndi að fara yfir TF-1 nálægt Adeje.
Nýlega, þann 22. október 2025, lést 57 ára vinnumaður eftir að hafa verið keyrður niður á sama TF-1 vegarkafla nálægt Fañabé í Adeje.


Komment