Rocio Del Carmen Luciano Pichard hefur verið dæmd af Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefnalagabrot.
Hún var ákærð fyrir að hafa á mánudaginn 6. október 2025, staðið að innflutningi á samtals 4.512,72 grömmum af kókaíni, með styrkleika 73-86%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærða til Íslands sem farþegi með flugi, frá Vín í Austurríki til Keflavíkurflugvallar, falin í ferðatösku.
Pichard játaði brott en hún hafði ekki áður gerst sek um refsivert hátterni á Íslandi, svo vitað sé.
Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi og er dómurinn óskilorðsbundinn. Þá þarf hún að greiða 1.253.751 krónur í sakarkostnað, þar með talda 523.992 króna þóknun Halldóru Aðalsteinsdóttur verjanda.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment