
Kristján Gunnarsson er fallinn frá en hann lést 24. mars. Hann fæddist árið 1948 en Akureyri.net greindi frá andláti Kristjáns.
Hann fæddist á Akureyri og voru foreldrar hans Guðrún Björnsdóttir og Gunnar H. Kristjánsson. Hann var fjórði í röð fimm systkina.
Kristján fór í Gagnfræðiskóla Akureyrar og fór síðar í rafvirkjun í Iðnskólanum á Akureyri. Hann lauk meistaraprófi í greininni. Hann vann hjá Ljósgjafanum til 1981 en þá hóf hann störf hjá Mjólkursamlagi KEA og menntaði sig í mjólkureftirliti hjá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann starfaði með einum eða öðrum hætti við mjólkureftirlit og tengd störf til 2017 en seinustu árin var hann ráðgjafi bænda á starfssvæði Bústólpa um slíkt.
Kristján lætur eftir sig tvö börn sem hann eignaðist með Jónu Svanhildi Árnadóttur, sem lést árið 2023.
Komment