
Mynd: Shutterstock
Kristján Skagfjörð Thorarensen, meistari í húsgagnabólstrun og verslunarmaður, er fallinn frá en mbl.is greindi frá andláti hans.
Kristján fæddist í Reykjavík árið 1954 og var sonur Aðalsteins Thorarensen og Hrannar Skagfjörð.
Kristján menntaði sig í bólstrun hjá Herði Péturssyni og lauk sveinsprófi í framhaldi þess. Í kjölfarið hóf hann störf hjá HP húsgögnum en stofnaði eigin verslun og verkstæði árið 1986. Fyrirtækið, sem nú heitir Heimahúsið, er ennþá starfandi í dag og er í eigu fjölskyldunnar. Þá var hann árum saman varaformaður Meistarafélags bólstrara.
Kristján lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment