1
Innlent

Hatur eftir formannskjör: Vill loka kommentakerfum

2
Innlent

Mosfellingur dæmdur fyrir standpínulyf

3
Heimur

Flugmaður látinn eftir furðulegt slys

4
Innlent

Lögreglan rannsakar andlát í Kópavogi

5
Pólitík

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“

6
Innlent

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir

7
Innlent

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt

8
Innlent

Blæddi úr höfði manns eftir skófluárás

9
Heimur

Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar

10
Innlent

Líðan Dorritar ágæt eftir árásina en hana dreymir um meiri tíma á Íslandi

Til baka

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá

||

Kristján Þ. Jónsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni og einn þeirra sem sigldi gegn flota Breta í þorskastríðunum, er látinn 77 ára að aldri. Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kristján fæddist í Reykjavík 29. maí 1948, sonur hjónanna Jóns Kr. Sveinssonar og Sigurlaugar Kristjánsdóttur. Hann steig sín fyrstu spor á sjó aðeins fjórtán ára gamall, þegar hann fór í sína fyrstu sjóferð sem nemi á varðskipinu Sæbjörgu snemma á sjöunda áratugnum. Þar kviknaði ævilangur áhugi hans á siglingum, björgunarstörfum og þjónustu við landið.

Vorið 1965 hóf Kristján störf hjá Landhelgisgæslu Íslands, þá sautján ára, og var fyrst á varðskipinu Ægi. Fljótlega varð hann háseti og hélt í nám við Stýrimannaskólann, þaðan sem hann lauk farmannaprófi vorið 1971. Að prófi loknu tók hann við starfi sem þriðji stýrimaður á vitaskipinu Árvakri og lauk síðar námi í varðskipadeild skólans árið 1972.

Sumarið 1985 tók Kristján fyrst að sér skipherrastörf á Ægi og árið 1993 var hann skipaður fastur skipherra Landhelgisgæslunnar. Á löngum ferli sínum tók hann þátt í fjölmörgum björgunaraðgerðum á hafi úti og hafði lykilhlutverki að gegna í þorskastríðunum þegar Íslendingar vörðu fiskveiðilögsögu sína.

Ferill hans var fjölbreyttur; Kristján starfaði einnig hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, hafði yfirumsjón með köfunarmálum, sinnti kennslu og var yfirmaður gæsluframkvæmda.

Þegar Kristján lét af störfum árið 2009, á 61 árs afmælisdaginn, var honum sýndur sérstakur heiður þegar þremur fallbyssuskotum var hleypt af þegar Ægir lagðist að bryggju. Í kveðjuorðum sínum rifjaði Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar upp að útskriftarferð Kristjáns úr Stýrimannaskólanum var í leigubifreið beint niður á bryggju, þar sem varðskipið beið hans.

Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Sveinbjörg Guðmarsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður. Þau eignuðust fjögur börn og eiga átta barnabörn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Heilsumeðvitað fólk selur risahús í Fossvogi
Myndir
Fólk

Heilsumeðvitað fólk selur risahús í Fossvogi

Þvílíkur styrkleiki þarna
Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar
Heimur

Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt
Innlent

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt

Líðan Dorritar ágæt eftir árásina en hana dreymir um meiri tíma á Íslandi
Innlent

Líðan Dorritar ágæt eftir árásina en hana dreymir um meiri tíma á Íslandi

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“
Pólitík

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir
Innlent

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir

Draumaprinsinn Gísli Marteinn
Slúður

Draumaprinsinn Gísli Marteinn

Lögreglan rannsakar andlát í Kópavogi
Innlent

Lögreglan rannsakar andlát í Kópavogi

Blæddi úr höfði manns eftir skófluárás
Innlent

Blæddi úr höfði manns eftir skófluárás

Flugmaður látinn eftir furðulegt slys
Heimur

Flugmaður látinn eftir furðulegt slys

Hatur eftir formannskjör: Vill loka kommentakerfum
Innlent

Hatur eftir formannskjör: Vill loka kommentakerfum

Mosfellingur dæmdur fyrir standpínulyf
Innlent

Mosfellingur dæmdur fyrir standpínulyf

Minning

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá
Minning

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá

María gagnrýnir meðferðakerfið eftir enn eitt andlát ungs drengs
Minning

María gagnrýnir meðferðakerfið eftir enn eitt andlát ungs drengs

Jón Guðlaugsson er fallinn frá
Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Loka auglýsingu