1
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

2
Heimur

Tölvuhakkarar hafa lamað herskyldukerfi Rússa í mánuði

3
Heimur

Donald Trump varar við „mjög alvarlegum hefndaraðgerðum“ eftir banvæna árás í Sýrlandi

4
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

5
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

6
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

7
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

8
Heimur

Fyrrverandi klámleikkona sakfelld fyrir morð á eiginmanni sínum

9
Heimur

Matarsendill sprautaði piparúða yfir skyndibita viðskiptavina

10
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Til baka

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

Bið Austurlands er á enda

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri
Úlfar Lúðvíksson bauð starfiðSagði frekar starfi sínu lausu.

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi frá 1. nóvember næstkomandi en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Kristmundur Stefán hefur starfað innan lögreglu í tæplega 18 ár og er menntaður lögreglumaður og lögfræðingur.

„Kristmundur Stefán hefur síðan í febrúar 2025 starfað sem aðalvarðstjóri og samhliða því aðstoðarsaksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kristmundur hefur í starfi sínu sem aðalvarðstjóri hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu borið ábyrgð á að stýra 35 manna deild. Hann hefur átt frumkvæði að og stýrt fjölmörgum umbótaverkefnum hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Kristmundur hóf störf hjá lögreglunni árið 2007 og lauk námi við Lögregluskóla ríkisins árið 2009. Árið 2018 lauk hann meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands.

„Hann hefur starfað sem lögreglumaður á landsbyggðinni, nánar tiltekið á Blönduósi, Selfossi, Þórshöfn og á höfuðborgarsvæðinu. Á árunum 2010-2017 starfaði hann sem lögreglumaður í almennri löggæslu við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sem staðgengill varðstjóra frá 2017.

Kristmundur hefur verið aðstoðarsaksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2018. Árið 2021 tók hann við stöðu teymisstjóra á ákærusviði embættisins og sinnti því þar til hann tók við starfi aðalvarðstjóra við sama embætti. Þá hefur hann sinnt afleysingum fyrir embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum og embætti lögreglustjórans á Austurlandi.“

Úlfari Lúðvíkssyni, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, bauðst að taka við embættinu fyrr á þessu ári þegar honum var tilkynnt að staða hans á Suðurnesjum yrði auglýst. Hann afþakkaði það og óskaði eftir starfslokasamningi og varð dómsmálaráðherra við þeirri beiðni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

„Við höfum reynt allt“
Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli
Myndband
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik
Heimur

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele
Heimur

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni
Heimur

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife
Heimur

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife

Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Til að undirstrika óánægju sína mættu sveitarstjórnarfulltrúar Múlaþings klæddir svörtu á fund.
Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Loka auglýsingu