1
Pólitík

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

2
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

3
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

4
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

5
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

6
Innlent

Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi

7
Fólk

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ

8
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

9
Heimur

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands

10
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Til baka

Kvennalandsliðið í handbolta vill banna þátttöku Ísrael

Þær vilja sjá breytingar í íþróttaheiminum

Landslið kvenna í handbolta
Stelpurnar okkarEkki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður að þeirra mati
Mynd: HSÍ

Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael í undankeppni HM en mikil umræða skapaðist vegna leikja landanna í vikunni.

Var áhorfendum bannað að mæta á leiki vegna tilmæla frá Ríkislögreglustjóra og þá voru mótmæli haldin fyrir utan Ásvelli, þar sem leikirnir fóru fram. Vildu einhverjir að landsliðið spilaði ekki við Ísrael.

Ísland vann báða leikina örugglega og tryggði sér sæti á HM.

Hægt er að lesa yfirlýsingu þeirra hér fyrir neðan:

Við leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta teljum mikilvægt að koma reynslu okkar á framfæri eftir að hafa spilað tvo umspilsleiki gegn landsliði Ísraels í þessari viku. Það er tímabært að alþjóðleg íþróttahreyfing – og íþróttayfirvöld hér á landi – endurskoði afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum á meðan hernaðaraðgerðir þeirra á Gaza halda áfram.

Að spila tvo landsleiki gegn Ísrael var ekki sjálfsagt fyrir okkur. Við stóðum frammi fyrir áskorun sem við höfum ekki áður þurft að horfast í augu við: Að spila við fulltrúa ríkis sem ber ábyrgð á dauða ótal saklausra borgara – eða hafna þátttöku og þar með láta ísraelska landsliðið fara áfram. Við ákváðum að spila – af því við vildum sjá íslenska fánann á heimsmeistaramótinu en ekki þann ísraelska.

Það eru ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans. Við viljum spila handbolta af ástríðu, fyrir land og þjóð – en við viljum líka að þær aðstæður sem okkur er gert að spila við séu í takt við grundvallargildi íþrótta um frið, virðingu og samstöðu. Til að þessi gildi, og þær reglur alþjóðlegra íþróttasamtaka sem eiga að tryggja framkvæmd þeirra, haldi gildi sinni, þá er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna fær Ísrael enn að taka þátt í alþjóðlegum keppnum?

Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að koma okkar reynslu á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegu íþróttaviðburðum meðan á hernaði þeirra stendur. Við viljum rödd okkar heyrist – sem íþróttakvenna, sem fulltrúa Íslands, og sem manneskja. Við stöndum saman í þeirri von að afstaða okkar stuðli að breytingum sem endurspegla þá mannlega reisn sem íþróttir eiga að standa fyrir.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“
Ný frétt
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

Hefur komist að því að hún sendi skilaboðin um Pétur Marteinsson.
Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum
Myndband
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

JD Vance ver handtöku fimm ára hælisleitanda
Heimur

JD Vance ver handtöku fimm ára hælisleitanda

Logi og Gillz í Samfylkinguna
Slúður

Logi og Gillz í Samfylkinguna

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands
Pólitík

Hjálmtýr gagnrýnir tvískinnung í utanríkisstefnu Íslands

Lilja María býður upp á huldar slóðir
Menning

Lilja María býður upp á huldar slóðir

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

Ísland hefur sigrað fyrstu tvo leiki sína örugglega
Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“
Sport

„Við erum sem sagt að fara að taka gullið!“

Amorim látinn taka pokann sinn
Sport

Amorim látinn taka pokann sinn

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu
Sport

Liverpool-goðsögnin Ian Rush fluttur á gjörgæslu

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Loka auglýsingu