1
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

2
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

3
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

4
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

5
Heimur

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél

6
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

7
Sport

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli

8
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

9
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

10
Peningar

Ársæll og Kamilla drukkna í hagnaði

Til baka

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

Aldrei áður hefur svo mikið ketamín fundist

Seyðifjörður.
Ljósmynd: east.is
Einn frá Seyðisfirði var handtekinnMyndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö stór fíkniefnamál sem tengjast komu Norrænu til Seyðisfjarðar í september en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregul.

Tæplega sjö kíló af kókaíni fundust í bifreið við eftirlit tollgæslu og lögreglu á Austurlandi fyrri hlutann í september. Einn maður var handtekinn á Seyðisfirði í kjölfarið og annar síðar á höfuðborgarsvæðinu. Sá sem handtekinn var á Seyðisfirði sætir gæsluvarðhaldi en hinn var látinn laus eftir húsleit og yfirheyrslu. Rannsókn málsins er langt komin segir lögreglan.

Í seinna málinu var lagt hald á 15 kg af ketamíni og fimm kg af MDMA kristal segir lögregla. Þá sé þetta langmesta magn ketamíns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Efnin fundust í bifreið við eftirlit lögreglu og tollgæslu þann 19. september. Þrír voru handteknir vegna málsins, ökumaður og tveir aðrir. Allir þrír hafa sætt gæsluvarðahaldi frá því málið kom upp.

Málin voru unnin í samstarfi Lögreglunnar á Austurlandi, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Tollgæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú með rannsóknarforræði málanna. Þá aðstoðuðu Lögreglan á Norðurlandi eystra og Sérsveit RLS við aðgerðir seinna málsins.

Að sögn lögreglu eru allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar en hluti þeirra búsettir hér á landi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kennari neitar sök í kókaínmáli
Heimur

Kennari neitar sök í kókaínmáli

Grunnskólakennarinn er 47 ára gömul kona
Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi
Innlent

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland
Myndir
Sport

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza
Heimur

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

Atli dæmdur fyrir stunguárás
Innlent

Atli dæmdur fyrir stunguárás

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”
Myndband
Fólk

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”

Martraðarheimferð frá Tenerife
Innlent

Martraðarheimferð frá Tenerife

Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

Lögreglan fann einnig vopn á heimilinu
Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

Loka auglýsingu