Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að tveir hafi verið handteknir fyrir húsbrot í Reykjavík. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Tilkynnt var um árekstur þar sem stungið var af. Vitað er hver var að verki að sögn lögreglu. Þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerið 105. Minni háttar meiðsli urðu að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Hafnarfirði en ekki urðu nein slys á fólki.
Svo var ökumaður í Árbænum stöðvaður að aka alltaf hratt og annar var tekinn fullur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment