1
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

2
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

3
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

4
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

5
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

6
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

7
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

8
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

9
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

10
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Til baka

Líkamshlutar í ferðatösku: Fórnarlambið sagt hafa misnotað ungling

„Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var niðurbrotinn.“

Fórnarlömbin
Paul og AlbertFórnarlömbin á góðri stundu.

Vitni í réttarhöldum við Old Bailey í Lundúnum greindi frá því að maður, sem síðar fannst limlestur í ferðatösku, hefði nauðgað sér þegar hann var unglingur og kúgað hann.

Vitnið, sem kom fram undir dulnefninu James Smith og bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað, sagði frá samskiptum sínum við Albert Alfonso (62 ára), sem ásamt Paul Longworth (71 árs) fannst limlestur í ferðatösku og kofforti nærri Clifton-hengibrúnni í Bristol í júlí 2024. Yostin Mosquera (35 ára) er ákærður fyrir að hafa myrt og limlest mennina tvo. Hann neitar sök í báðum morðunum en hefur viðurkennt manndráp á Alfonso.

Yostin Mosquera
Yostin MosqueraMosquera er grunaður um tvöfalt morð.

Smith sagði frá því að hann hefði fyrst hitt Alfonso fyrir um tuttugu árum, þegar hann var 17 eða 18 ára, eftir að hafa kynnst honum á rúgbýmóti. Hann sagðist hafa farið heim til hans í drykki og vaknað daginn eftir með mikinn hausverk.

„Ég spurði hann: „Hvað gerðist?“, þá sýndi hann mér myndband þar sem ég var á fjórum fótum og hann var að hafa samræði við mig,“ sagði Smith fyrir dómi. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvaða kynhneigð ég hafði, ég var ringlaður og hræddur. Sem svartur strákur í Lundúnum, samkynhneigður, hvort sem maður var drukkinn eða ekki, það skipti engu máli.“

Hann sagði að Alfonso hefði róað hann með því að segja að enginn myndi sjá myndbandið, svo fremi sem Smith gerði sér „greiða“.

Verjandi Mosqueras, Tom Little KC spurði: „Þegar þú horfir til baka, finnst þér nú að þér hafi verið nauðgað?“

„Núna, já,“ svaraði Smith.

„Finnst þér núna sem að eitthvað hafi verið sett í drykkinn þinn?“

„Já, núna.“

„Og finnst þér núna að þú hafir verið ginntur af Albert Alfonso?“

„Já, núna,“ svaraði Smith enn á ný.

Fyrir dómi kom einnig fram að Alfonso hafði áhuga á kynlífsfantasíum tengdum „svörtum drottnurum“ og lýsti sérviskulegum „Meistari-þræll“ - leikjum.

Smith sagði að þeir hefðu síðan farið að hittast reglulega, og Alfonso greitt honum um 150 pund fyrir hverja kynferðislega athöfn. Með tímanum urðu samskiptin regluleg og samþykki ríkti um ákveðna kynlífsleiki, m.a. yfirráð og undirgefni.

Hann lýsti því að báðir hefðu borið grímur við athafnirnar og að hann hefði stundum haft samband þegar hann þurfti peninga. Á tímum COVID-19 faraldursins urðu þeir nánari, og Smith sagðist einnig hafa kynnst Longworth, sem hann hjólaði með og fékk stundum fjárhagslegan stuðning frá.

Síðar kynntist hann Mosquera, sem Alfonso lýsti sem ungum kólumbískum manni sem dvaldi hjá þeim á meðan hann stundaði nám við Ealing College. Alfonso sagðist sjá um ferðakostnað og skólagjöld Mosqueras.

Mosquera sagðist eiga konu og barn heima og að hann væri „bara að gera þetta fyrir peningana.“

„Ég spurði hvort hann væri samkynhneigður eða gagnkynhneigður. Hann sagðist bara gera þetta fyrir peningana. Ég sagði: „Frábært – ég líka“,“ sagði Smith. Hann sagði að þeir þrír hefðu átt kynferðislegt samneyti saman viku fyrir morðin.

Aðspurður um sambandið milli Mosqueras og Alfonso sagði Smith: „Gott, mjög gott. Hann fór með honum til Lundúna í skoðunarferðir, hann virtist skemmtilegur. Ég sá ekkert sem benti til illinda.“

Um Longworth sagði hann: „Hann meiddi ekki flugu. Eftir kynlífið settist hann hjá okkur og spjallaði.“

Smith lýsti síðasta skipti sem hann sá þá: á föstudagskvöldi fyrir líkfundinn. „Albert faðmaði mig, Paul faðmaði mig, og það var síðasta skiptið sem ég heyrði frá þeim.“

Réttarhöldin halda áfram.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Auður veltir því fyrir sér hvernig fólk í „Palestínu er svelt, sprengt og pyntað hefur mætt fordæmingu víða um heim en hún ein hefur litla þýðingu þegar nauðsynlegar aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið“
Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum
Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum

Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

„Hann myndi vilja að þær væru á heimili sem væri meira sniðið að þeirra þörfum, ekki hans“
Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza
Heimur

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza

Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

Sonur Michael Jackson trúlofaður
Heimur

Sonur Michael Jackson trúlofaður

Loka auglýsingu