
Fjöldi fólks er nýgenginn í Samfylkinguna samhliða smölun fyrir prófkjör þar sem takast á Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Pétur Hafliði Marteinsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og fjárfestir.

Meðal nýrra meðlima í flokknum eru margir óvæntir, sem ekki hafa verið tengdir við stefnu Samfylkingarinnar. Einn þeirra mun vera Logi Bergmann Eiðsson, sendiherraherra í Washington. Eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, var hægri hönd Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og hlaut hún sendiherrastöðuna í gegnum þau tengsl.
Annar nýliði í Samfylkingunni ku vera fjarþjálfarinn og skemmtikrafturinn Egill Einarsson, þekktur sem Gillz eða DJ Muscle Boy.

Þá segir sagan að sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, meðeigandi Péturs að Kaffihúsi Vesturbæjar og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi loksins séð ljósið og skráð sig í Samfylkinguna ...
Komment