
Líkið sem fannst í Uddevalla á mánudagskvöld fyrir viku er af 18 ára konu sem hafði verið saknað, staðfestir lögreglan við P4 Väst.
Víðtæk leit hófst eftir að konan hvarf 6. janúar í Uddevalla, en mikil snjókoma torveldaði leitina verulega. Konan fannst látin af lögreglunni á mánudagskvöld.
Rannsókn á meintu manndrápi var hafin í tengslum við hvarfið til að auka heimildir lögreglu við leitina, en að sögn lögreglu liggja engar vísbendingar fyrir um að konan hafi orðið fórnarlamb refsiverðs verknaðar.
Mannlíf sendi fyrirspurnir um málið til lögreglunnar í Uddevalla en í svörum frá henni neitaði lögreglan að svara spurningum, í ljósi þess að málið væri enn í rannsókn.
Ósvaraðar spurningar
Spurningar Mannlífs voru eftirfarandi:
Er Hanna með eftirnafnið R*******?
Eru dánarorsök kunn?
Er grunur um saknæmt athæfi?
Er hún sama manneskjan og var handtekin 5. janúar, grunuð um innbrot?
Er það satt að ungur maður hafi fundist látinn nokkrum klukkustundum eftir að Hanna fannst látin, á svipuðum slóðum og að hann hafi orðið fyrir lest?
Ef svo er, teljið þið að það sé einhver tenging á milli þessara dauðsfalla?
Glímdi Hanna við geðræn vandamál?

Komment