1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

4
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

5
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

6
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

7
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

8
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

9
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

10
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Til baka

Lögreglumenn drápu mann sem var vopnaður keðjusög á hjúkrunarheimili

Búkmyndavélar lögreglu tóku allt upp

Daniel H. Escalera með keðjusög
Daniel H. Escalera var mættur til að saga tréFór inn á hjúkrunarheimilið og áreitti fólk
Mynd: Skjáskot

Maður vopnaður keðjusög á hjúkrunarheimili var skotinn eftir átök við lögreglu og allt náðist á upptöku.

Myndband af atvikinu, sem átti sér stað í desember, sýnir Daniel H. Escalera, mann frá Indiana, sem var á River Glen hjúkrunarheimilinu í St. Charles í Illinois, þar sem hann ræsti keðjusög þegar lögreglumenn komu á vettvang.

Í myndbandinu sést lögreglumaðurinn skipa honum ítrekað að leggja niður keðjusögina, en Escalera segir að hann vilji bara sjá eiginkonu sína á sama tíma og hann reynir af krafti að koma tækinu í gang. Að lokum tekst honum að ræsa sögina en í kjölfarið skaut lögreglumaðurinn hann með rafbyssu. Hún dugði þó ekki til og stóð Escalera strax upp aftur með sögina, hljóp í gegnum mötuneyti og inn í gang á meðan hann öskraði.

Í annarri upptöku sést hvernig Escalera ræðst á lögreglumann með keðjusögina og slær hann með henni og missir hana niður áður en hann hleypur niður gang. Hann var að lokum skotinn af lögreglumönnum og lést í kjölfarið.

Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að Escalera hafi upphaflega verið á svæðinu til að saga niður tré þegar hann gekk inn í anddyrið og byrjaði að áreita íbúa með keðjusöginni. Krufning leiddi í ljós að Escalera var með amfetamín, metamfetamín og olanzapín, lyf sem er notað við meðhöndlun á geðklofa, í blóði sínu við andlát.

Lögreglumennirnir hafa verið hreinsaðir af allri sök í málinu og hefur verið hrósað af mörgum embættismönnum fyrir að reyna að lægja öldurnar áður en þeir hófu skothríð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Múlaþing ítrekar skyldur sínar við úthlutun húsnæðis
Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall
Landið

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall

Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Fjölskyldumeðlimur er sagður hafa sagt til hans
Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Loka auglýsingu