
Málið var tekið fyrir á AkureyriMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Wikipedia/Skapti Hallgrímsson
Karlmaður var nýverið sakfelldur fyrir líkamsárás en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa mánudaginn 1. janúar 2024, ýtt eiginkonu sinni út á svalir íbúðar sem þau búa saman í og hrint henni þar þannig að hún féll í snjóinn á rassinn á svölunum og síðan lokað hana þar úti í um hálfa mínútu, en konan var berfætt og í þunnum náttslopp þegar þetta gerðist og það var kalt úti.
Maðurinn játaði brot sitt og var dæmdur í 30 daga fangelsi en er brotið skilorðsbundið til tveggja ára.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment