
Flytja þurfti mann á sjúkrahús eftir líkamsárás sem hann varð fyrir af hálfu leigubílstjóra.
Vitni segja mennina tvo hafa verið að ræða saman á bílastæði þegar leigubílstjórinn hafi snöggreiðst og ráðist á hinn manninn en árásin átti sér stað í Garðabænum í kringum klukkan 14:00 í dag.
Í samtali við Mannlíf segja vitnin að árásin hafi staðið yfir í um það bil 30 sekúndur áður og hafi fórnarlambið verið lamið ítrekað í andlitið. Þá tókst vitnum að stíga á milli mannanna og í framhaldi þess hafi verið hringt á lögregluna. Árásarmaðurinn hafi flúið vettvang í merktum leigubíl áður en lögreglan kom á svæðið. Fórnarlambið var svo flutt með sjúkrabíl af vettvangi.
Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Mannlíf að lögreglan hafi sinnt útkalli af þessu tagi en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið.
Komment