
Maður í Kína virðist hafa horft aðeins of mikið á teiknimyndir því hann kastaði sér í gegnum glugga í ótrúlegu atviki sem náðist á myndband.
Atvikið átti sér stað í Yuhua-hverfinu í Changsha-borg, Hunan-héraði, snemma í þessum mánuði en samkvæmt heimildum fjölmiðla eru maðurinn og konan í myndbandinu kærustupar að rífast.
Það er enginn hljóðupptaka af atvikinu en greinilegt er að maðurinn ákveður að hætta umræðunni og steypir sér í átt að glugganum.
Hann nær ekki að brjóta glerið í fyrstu tilraun, og konan reynir að stöðva hann. Í annarri tilrauninni tekst honum að brjóta gluggann og önnur myndavél handan við götuna nær honum á upptöku áður en hann hleypur út í nóttina.
Hótelið staðfesti atvikið nokkrum dögum síðar og bætti við að maðurinn hefði þegar greitt fyrir skemmdirnar.
Lögreglan greindi frá því að þau hefðu ekki gripið inn í þar sem hvorki maðurinn, konan né hótelið höfðu lagt fram kæru.
Komment