
Mynd: Shutterstock
Sá sem lést í umferðarslysinu í Stafdal á Fjarðarheiði í gær hét Jón Ármann Jónsson, 87 ára, búsettur á Seyðisfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn, samkvæmt frétt mbl.is.
Slysið varð skömmu eftir klukkan þrjú þegar tveir bílar rákust saman á heiðinni. Jón Ármann var í öðrum bílnum ásamt nánustu ættingjum sínum. Hinir sjö farþegarnir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en reyndust ekki alvarlega slasaðir.
Þorgeir Arason, sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli, segir í samtali við mbl.is að samfélagið standi nú í mikilli sorg og samstöðu. Hann segir að unnið sé að því að boða til minningar- og bænastundar sem verði auglýst síðar í dag.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment