1
Innlent

Vel liðinn starfsmaður á leikskólanum sagður hafa játað kynferðisbrot gegn barni

2
Innlent

Fólk bjó í hesthúsinu sem brann og Hafnarfjarðarbær vissi af því

3
Innlent

28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði

4
Heimur

Pútín og Trump skellihlæjandi saman

5
Innlent

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang

6
Innlent

Nýtt hitamet á Íslandi

7
Grein

„Næst hittumst við í Moskvu“

Til baka

Magnús Finnsson er látinn

Kerti
Mynd: Shutterstock

Magnús Finnsson, fyrrverandi blaðamaður, fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, lést í gær, 21. apríl, á Hrafnistu í Fossvogi, 85 ára að aldri.

Hann fæddist í Reykjavík 8. apríl 1940. Foreldrar hans voru Finnur Magnús Einarsson, bóksali og kennari, og Guðrún M. Einarson húsfreyja. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963, hóf Magnús nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og starfaði jafnframt við Morgunblaðið, þar sem hann fjallaði meðal annars um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og verkalýðsmál.

Magnús starfaði hjá Morgunblaðinu í rúm 40 ár, þar til hann lét af störfum árið 2006. Hann tók við starfi fréttastjóra árið 1981, ásamt Freysteini Jóhannssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni, og varð síðar fulltrúi ritstjóra, sem hann gegndi allt til starfsloka.

Tengsl Magnúsar við Morgunblaðið voru djúp, þar sem móðurafi hans, Magnús Einarsson dýralæknir, var meðal stofnenda Árvakurs hf., útgefanda blaðsins, og sat sem stjórnarformaður félagsins þar til hann lést árið 1927.

Magnús var virkur í starfi Blaðamannafélags Íslands og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í stjórn samninganefndar félagsins og var formaður þess eitt ár. Á þeim tíma lagði hann sig meðal annars fram um lífeyrismál og eflingu félagsins með því að tryggja skrifstofuaðstöðu og orlofshúsnæði.

Eiginkona Magnúsar er Bryndís Brynjólfsdóttir, fædd 1940. Börn þeirra eru Guðrún Ásta (f. 1967), sem starfar við fiskútflutning, Finnur (f. 1973), lögmaður, og Sigurður Örn (f. 1976), deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Sonur Bryndísar er Brynjólfur (f. 1961).

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Nýtt hitamet á Íslandi
Innlent

Nýtt hitamet á Íslandi

Þetta er háhitasumar með blíðu, blessun og metum, hiti náði 29,8 stigum
Fólk bjó í hesthúsinu sem brann og Hafnarfjarðarbær vissi af því
Innlent

Fólk bjó í hesthúsinu sem brann og Hafnarfjarðarbær vissi af því

Vel liðinn starfsmaður á leikskólanum sagður hafa játað kynferðisbrot gegn barni
Innlent

Vel liðinn starfsmaður á leikskólanum sagður hafa játað kynferðisbrot gegn barni

„Næst hittumst við í Moskvu“
Grein

„Næst hittumst við í Moskvu“

28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði
Innlent

28 stiga hiti á Austurlandi og brjálæði á Breiðafirði

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang
Innlent

Eldur í hesthúsi í Hafnarfirði og ökumaður reyndi að flýja vettvang

Pútín og Trump skellihlæjandi saman
Heimur

Pútín og Trump skellihlæjandi saman

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku
Heimur

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér
Myndir
Innlent

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?
Innlent

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé
Menning

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“
Innlent

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins
Heimur

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins

Minning

Stefán Kristjánsson er látinn
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

Mínútuþögn var fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur á miðvikudag til að minnast Stefáns
Þorvarður Alfonsson er látinn
Minning

Þorvarður Alfonsson er látinn

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá
Minning

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá
Minning

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði
Minning

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði

Loka auglýsingu