1
Innlent

Margrét Löf neitar sök í andláti föður síns

2
Innlent

Þrjár grímuklæddar manneskjur börðu Írisi með kúbeini

3
Fólk

Katrín fermdi yngsta barnið

4
Fólk

Forsetinn var að brúna kartöflur þegar að-merkið hvarf

5
Innlent

Stórar breytingar innan RÚV

6
Minning

Guðbjörn Emil er látinn

7
Pólitík

Sósíalistar loga: Sólveig Anna rokin út

8
Innlent

Segir Moggann vera eins og „málgagn þess neðra“

9
Innlent

Aðeins tvö börn í heimakennslu á Íslandi

10
Heimur

Leikskólakennari rekinn vegna OnlyFans

Til baka

Magnús Finnsson er látinn

Kerti
Mynd: Shutterstock

Magnús Finnsson, fyrrverandi blaðamaður, fréttastjóri og fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, lést í gær, 21. apríl, á Hrafnistu í Fossvogi, 85 ára að aldri.

Hann fæddist í Reykjavík 8. apríl 1940. Foreldrar hans voru Finnur Magnús Einarsson, bóksali og kennari, og Guðrún M. Einarson húsfreyja. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963, hóf Magnús nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og starfaði jafnframt við Morgunblaðið, þar sem hann fjallaði meðal annars um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og verkalýðsmál.

Magnús starfaði hjá Morgunblaðinu í rúm 40 ár, þar til hann lét af störfum árið 2006. Hann tók við starfi fréttastjóra árið 1981, ásamt Freysteini Jóhannssyni og Sigtryggi Sigtryggssyni, og varð síðar fulltrúi ritstjóra, sem hann gegndi allt til starfsloka.

Tengsl Magnúsar við Morgunblaðið voru djúp, þar sem móðurafi hans, Magnús Einarsson dýralæknir, var meðal stofnenda Árvakurs hf., útgefanda blaðsins, og sat sem stjórnarformaður félagsins þar til hann lést árið 1927.

Magnús var virkur í starfi Blaðamannafélags Íslands og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í stjórn samninganefndar félagsins og var formaður þess eitt ár. Á þeim tíma lagði hann sig meðal annars fram um lífeyrismál og eflingu félagsins með því að tryggja skrifstofuaðstöðu og orlofshúsnæði.

Eiginkona Magnúsar er Bryndís Brynjólfsdóttir, fædd 1940. Börn þeirra eru Guðrún Ásta (f. 1967), sem starfar við fiskútflutning, Finnur (f. 1973), lögmaður, og Sigurður Örn (f. 1976), deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Sonur Bryndísar er Brynjólfur (f. 1961).

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Elena Maraga
Myndir
Heimur

Leikskólakennari rekinn vegna OnlyFans

AFP__20250423__43984C6__v2__HighRes__FrancePoliticsCrimePrison
Heimur

Dóttir forsætisráðherra Frakklands segir prest hafa barið sig sem ungling

Donald Trump
Heimur

Lokatilboð Trumps - Vill að Úkraína samþykki innlimun Krímskaga og hætti við umsókn í Nató

Sólveig Anna Jónsdóttir 2
Pólitík

Sósíalistar loga: Sólveig Anna rokin út

barnabokaverdlaun
Menning

Þrjár bækur hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri
Innlent

Stórar breytingar innan RÚV

magnus carlsen vignir vatnar
Sport

Vignir Vatnar sigraði stórmeistarann Magnus Carlsen í netskák

6468
Menning

Heiðra kvenkyns tónskáld í Salnum