
Breskur ferðamaður varð fyrir alvarlegri stunguárás fyrir utan strandklúbb á vinsælli partíeyju.
Louis Johe Jarvie hlaut djúpaa hnífsáverka á handlegg í árás sem átti sér stað í Cherng Talay á Phuket, Tælandi eldsnemma morguns. Hinn 34 ára gamli Jarvie var fluttur á Thalang-sjúkrahúsið þar sem hann er nú að jafna sig.
„Vitni sögðu að þau hefðu séð hávaxinn erlendan mann stinga Breta í handlegginn,“ sagði lögreglan í yfirlýsingu. „Fórnarlambinu líður nú betur en er ekki tilbúið að svara spurningum.“ Lögreglumenn eru nú að skoða öryggismyndavélar á svæðinu til að reyna að bera kennsl á árásarmanninn.
Lögreglan hefur hvatt vitni til að stíga fram. Milljónir ferðamanna flykkjast til eyjunnar ár hvert og nýleg könnun leiddi í ljós að á Phuket séu 118 ferðamenn á hvern íbúa.
Þetta er ekki eina tragedían sem gerst hefur á eyjunni nýlega en um síðustu helgi drukknaði 37 ára breskur faðir þegar hann var að synda á eyjunni ásamt maka sínum á fjölfarinni strönd. Jason Mark Lambert frá Ipswich var að vaða í sjónum við Freedom Beach snemma á laugardagsmorgni þegar kröpp alda sópaði honum á brott.
Aðrir ferðamenn hlupu út í sjó til að reyna að bjarga honum, en ekki tókst að endurlífga hinn breska föður, sem hafði komið til Suðaustur-Asíu með eiginkonu sinni 19. nóvember í fjölskylduferð. Tveir aðrir sundmenn voru einnig dregnir úr sjónum á sama tíma og tókst að bjarga lífi þeirra.
Vitnið Chariya Thaweerat Howells, 31, sagði að fólk hefði fyrst hlaupið til aðstoðar tveimur sundmönnum sem kölluðu á hjálp áður en það áttaði sig á að þriðji maðurinn ætti í vandræðum í sjónum. Hún sagði: „Sjórinn leit úfinn út og við höfðum aðeins verið þarna í nokkrar mínútur þegar við heyrðum köll um hjálp.
„Allir hlupu til aðstoðar. Heimamaður fór af stað á kajak og náði að komast til tveggja ferðamannanna sem áttu í erfiðleikum og koma þeim öruggum í land. Þá fyrst áttaði fólk sig á að þriðji maðurinn var einnig í vandræðum. Þegar hann var dreginn upp á sandinn var andlit hans orðið fölleitt og gulleitt. Hann hafði greinilega verið lengi á kafi.“

Komment