
María Ericsdóttir gagnrýnir meðferðakerfið á Íslandi harkalega í nýlegri Facebook-færslu, í tilefni þess að hún hafi nýverið verið viðstödd jarðarför 18 ára drengs.
„Í gær var ég viðstödd fallega og erfiða athöfn þar sem var verið að kveðja 18 strák ég horfði á foreldra kveðja barnið sitt, bróðir kveðja bróðir sinn, fjölskyldu kveðja pjakkinn sinn. Hann var 18 ára.“
Þannig hefst Facebook-færsla Maríu en hún er ein þeirra mæðra sem sent hefur son sinn til Suður-Afríku í fíkniefnameðferð, vegna úrræðaleysis hér á landi í málaflokknum. Segir hún foreldra drengsins hafa barist við kerfið án árangurs.
„Foreldrarnir búin að berjast við kerfið og gera allt sem þau geta og meira til, til að fá aðstoð fyrir barnið sitt! Kerfið okkar er brotið, rotið og handónýt!!!!“
Segir María ennfremur að stjórnendur Barna- og fjölskyldustofu neiti að viðurkenna vangetu sína og stíga til hliðar. Þá segir hún tvö börn hafa bæst til „viðbótar í englahópinn“.
„Stjórnendur barna og Fjölskyldustofa neitar að viðurkenna vanhæfni og stíga til hliðar ,
Ef við viðurkennum ekki að við erum að klúðra þessu þá lagast ekkert , og börnin okkar halda áfram að deyja! Í dag og í gær bættust við tvö börn til viðbótar í englahópinn. Þetta á ekki að geta gerst! Við erum að missa börnin okkar. Ég er reið, sár, vonsvikn og hrædd.“
María segist hafa komið barni sínu út úr vandanum en að barnamálaráðherra hafi verið meðal þeirra sem hafi talað hana niður vegna þess.
„Flest hér vita að ég kom mínu barni út, ég hef verið töluð niður fyrir það af til dæmis barnamalaráðherra, fólki sem þekkir mig ekkert og af fólki mjög nálægt mér, ég hef líka fundið gífurlegan stuðning og hvatningu.“
Að lokum segir María að samfélagið verði að hætta rífast og fara að gera eitthvað í málinu.
„Við sem samfélag getum gert svo miklu betur
Hættum að rífast um hvað á að gera og gerum eitthvað og stöndum upp fyrir börnin okkar.
lengi lifi Nói
lengi lifi Geir
lengi lifi Hávarður
lengi lifi Tolli“
Hér fyrir neðan má sjá lag sem foreldrar Hávarðs Mána Hjörleifssonar gáfu út í gær en hann lést í september á þessu ári, aðeins tæplega 21 árs gamall.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Komment