1
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

2
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

3
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

4
Innlent

Illugi Jökulsson varar við „ógninni að vestan“

5
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

6
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

7
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

8
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

9
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

10
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Til baka

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Stofnaður hefur verið framtíðarreikningur fyrir dóttur Bríetar Irmu

Bríet og Marín
Bríet og MarínMarín minnist tvíburasystur sinnar á fallega hátt
Mynd: Aðsend

Marín Ösp Ómarsdóttir skrifaði hjartnæma færslu á Facebook þar sem hún talar um andlát tvíburasystur hennar, Bríeti Irmu, en hún var aðeins 24 ára gömul þegar hún tók sitt eigið líf á dögunum. Í færslunni gagnrýnir hún stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í geðheilbrigðismálum, sérstaklega á landsbyggðinni.

„Elsku tvíburasystir mín, Bríet Irma er farin frá okkur,“ skrifar hún og heldur áfram: „Hún var aðeins 24 ára, björt, falleg og með einstakan hlátur sem fyllti hvert herbergi. Hún hafði mikla réttlætiskennd og ótrúlega hæfileika. Hún var skapandi, skemmtileg og gefandi manneskja. Hún var líka móðir. Elsku Atalía Örk, þriggja ára gömul situr nú eftir án mömmu sinnar. Það tómarúm sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt.“

Marín og Bríet
TvíburarsysturnarÞær Bríet og Marín á góðri stund
Mynd: Aðsend

Í færslunni segir hún frá því að systir hennar hafi alla tíð glímt við andleg veikindi og síðar fíknivanda, en jafnframt verið í stöðugri leit að bata. „Biðlistar, skortur á úrræðum, óaðgengileg þjónusta var allt sem gerði veikindin þyngri og einmannalegri. Þegar við reyndum að berjast fyrir henni var okkur ítrekað vísað á milli, eins og ábyrgðin væri alltaf annars staðar. Það endaði með þessari hörmulegu niðurstöðu,“ skrifar hún.

Marín Ösp beinir jafnframt gagnrýni að stjórnvöldum og þeirri stöðu sem blasir við fólki á landsbyggðinni. Hún bendir á að á Austurlandi, þar sem Bríet bjó, sé „geðheilbrigðisþjónusta takmörkuð, fáir fagaðilar til staðar og engin sérhæfð úrræði fyrir ungt fólk.“

„Hvað þarf að gerast áður en stjórnvöld bregðast við? Hversu mörg líf þurfa að tapast áður en kerfið vaknar?“ spyr hún og leggur áherslu á að Bríet verði ekki aðeins ein í röð talna um sjálfsvíg. „Hún var systir, hún var móðir, hún var dóttir og hún var vinkona. Og nú er hún farin. Ég vil ekki að hún verði bara ein í röð talna um sjálfsvíg. Ég vil að saga hennar verði hvatning til vitundarvakningar. Að hún verði áminning um að hér þurfi aðgerðir!!“

Hún krefst þess að raunveruleg úrræði verði byggð upp: „EKKI fleiri áætlanir, EKKI fleiri skýrslur, heldur raunveruleg úrræði, fagfólk og stuðningur fyrir þá sem glíma við geðrænan vanda.“

Marín Ösp minnist systur sinnar einnig með þessum orðum: „Bríet var ljós í lífi okkar allra. Ljós sem lýsti bjart en dofnaði allt of fljótt. Hún átti betra skilið, og dóttir hennar á betra skilið. Við skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu, að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi.“

Að lokum þakkar hún öllum þeim sem sýnt hafa fjölskyldunni hlýjan stuðning og bendir á framtíðarsjóð sem stofnaður hefur verið fyrir dóttur Bríetar. Hér má sjá upplýsingar um þann reikning:

Kt. 020921-4390

Reikningsnr. 0123-18-206962

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Stofnaður hefur verið framtíðarreikningur fyrir dóttur Bríetar Irmu
Stefán Kristjánsson er látinn
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn
Minning

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn

Nafnið á manninum sem lést
Minning

Nafnið á manninum sem lést

Loka auglýsingu