
SeyðisfjarðarkirkjaMikil sorg ríkir á Seyðisfirði um þessar mundir
Mynd: Shutterstock
Minningarstund verður haldin í Seyðisfjarðarkirkju í dag klukkan 18:00, þar sem Jóns Ármanns Jónssonar verður minnst.
Jón Ármann, sem var rótgróinn Seyðfirðingur, lést í umferðaslysi í Stafdal á Fjarðarheiði í fyrradag.
Í lýsingu á minningarstundinni á Facebook segir:
„Í þungbæru áfalli og sorg er samfélaginu styrkur og huggun að koma saman. Tendrum á ljósi í hans minningu og sýnum samhug.“
Að lokinni athöfn verður opin samverustund í Herðubreið, samkomuhús Seyðfirðinga.
Þá verða fulltrúar frá Múlaþingi, Rauða Krossinum, HSA og Kirkjunni á staðnum og veita sálrænan stuðning og sálgæslu þeim sem það þurfa.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment