
Finnur Björnsson, Kristján Rafn Erlendsson og Svanur Þór JónassonMinnisvarði um þremenningana frá Patreksfirði verður afhjúpaður á sunnudaginn
Mynd: Facebook
Á sunnudaginn, 14. september, verða liðin þrjátíu ár frá því að þeir Finn Björnsson, Kristján Rafn Erlendsson og Svan Þór Jónasson frá Patreksfirði létust í flugslysi á Glerárdal árið 1995. Í tilefni dagsins verður afhjúpaður minnisvarði þeirra við Súlubílastæði klukkan 14.
Aðstandendur þremenninganna standa að athöfninni og eru allir velkomnir. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffi í sal Rauða krossins.
Þegar slysið varð fyrir þrjátíu árum hófst umfangsmikil leit þar sem fjöldi fólks lagði hönd á plóg.
Þremenningarnir voru allir 22 ára gamlir þegar þeir létust í flugslysinu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment