
Móðir Margrétar Löf heimsækir hana reglulega í fangelsi þar sem hún er vistuð í gæsluvarðhaldi meðan hún bíður réttarhalda þar sem Margrét er ákærð vegna andláts Hans Löf, föður hennar. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Margrét er einnig ákærð fyrir að reynt að drepa móður sína en atvikið átti sér stað á heimili foreldra hennar í Súlunesi í Garðabæ í apríl á þessu ári.
Morgunblaðið segir að mæðgurnar hittist einar í lokuðu herbergi án frekari öryggisgæslu.
„Þetta er ekki eins óalgengt og margir halda. Mörg dómafordæmi liggja fyrir um mál þar sem þessar aðstæður eru uppi. Þrátt fyrir að gerandi sé sakaður um að hafa gert eitthvað í hlut einhvers þá sækist brotaþoli samt eftir því að heimsækja viðkomandi,“ sagði Sigurður Ólafsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, um málið.
Komment