50 ára gamall maður er í lífshættulegu ástandi eftir árás í Los Cristianos, á suðurhluta Tenerife, að sögn yfirvalda en greint er frá þessu í spænskum fjölmiðlum.
Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan 1:00 að nóttu í gær á Calle Juan Reverón Sierra og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang eftir að tilkynning barst um að maður þyrfti læknisaðstoð í kjölfar árásar.
Lögreglumenn voru fyrstir á staðinn og fundu fórnarlambið í hjartastoppi og hófu strax endurlífgun.
Skömmu síðar mætti heilbrigðisstarfsfólk á vettvang og hélt áfram endurlífgun og tókst að koma manninum í stöðugt ástand. Hann var síðan fluttur í lífshættulegu ástandi á sjúkrahúsið Nuestra Señora de La Candelaria.
Lögreglan hefur hafið rannsókn á árásinni.


Komment