
Móðir í Reykjanesbæ hefur verið dæmd af Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjóta gegn dóttur sinni en dómurinn var birtur á vef dómstólsins fyrir stuttu síðan.
Konan var ákærð fyrir barnaverndarlagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 22. maí 2025, í svefnherbergi í Reykjanesbæ, gripið um hendur dóttur sinnar, togað hana til sín undan borði þaðan sem hún hafði farið grátandi til að fela sig fyrir móður sinni, slegið dóttur sina í upphandlegg og læri, auk þess að hafa öskrað á hana. Með háttsemi sinni misþyrmdi ákærða dóttur sinni líkamlega og andlega þannig að heilsu hennar var hætta búin, beitti hana líkamlegum refsingum, sýndi af sér vanvirðandi háttsemi, auk þess sem ákærða sýndi dóttur sinni yfirgang og ruddalegt athæfi. Ekki kemur fram í dómnum hvað dóttirin gömul.
Konan játaði brot sitt og var litið til þess við ákvörðun refsingar og til þess að hún hefur glímt við andleg veikindi og hafði hætt lyfjameðferð á þeim tíma er brotið var framið.
Konan og barnsfaðir hennar deila forsjá stelpunnar og vinna nú að því að finna farsælan flöt á skipan umgengni móður og barns
Refsingu hennar var frestað haldi hún skilorði í tvö ár. Þá þarf móðirin að greiða dóttir sinni 200.000 krónur, með vöxtum.
Komment