Móðir rapparans Tekashi 6ix9nine var tekin í gíslingu um helgina á heimili sínu í Flórída en fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu.
Hin 60 ára gamla kona var heima þegar fjórir vopnaðir menn brutust inn í þeim tilgangi að ræna heimili hennar en hún býr með syni sínum, sem er þekktur rappari. Samkvæmt fjölmiðlum voru mennirnir vopnaðir skotvopnum.
Á ránið og gíslatakan að hafa átt sér stað var sonur hennar í streymi á netinu með Jack Doherty, sem er þekkt stjarna á netinu.
Lögregluyfirvöld hafa sagt að þeim hafi borist tilkynning um fjóra menn sem voru vopnaðir skammbyssum en að þeir hafi verið farnir á brott þegar lögregla mætti á svæðið. Ekki liggur fyrir hverju á heimili rapparans var stolið en eru sagðir hafa viljað peninga og bíla hans. Ekki er vitað til þess að mennirnir hafi beitt móður rapparans líkamlegu ofbeldi.
Rappari hefur sjálfur þótt nokkuð umdeildur en hann hefur tekið þátt í skotárásum, ránum og ofbeldi í gegnum tíðina.


Komment