1
Heimur

Karlmaður lést eftir fall af hótelsvölum á Tenerife

2
Peningar

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki

3
Heimur

Áhrifavaldur lést eftir heimafæðingu

4
Menning

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“

5
Innlent

MAST varar við sósuflöskum sem geta sprungið

6
Innlent

Glúmur hæðist að verkfalli kvenna

7
Innlent

Var sagt frá andláti móður sinnar á jólunum

8
Heimur

Virginia Giuffre segir þekktan forsætisráðherra hafa nauðgað sér

9
Heimur

Andrés prins undir smásjá lögreglu

10
Fólk

Lúxusvilla í Kópavogi sett á sölu

Til baka

Maðurinn sem lést í sjósundi lifði í þrá eftir ævintýrum

„Hið ómögulega er orðið að veruleika.“

Michal Gabriš
Michal GabrišMichal var mikill ævintýramaður að sögn fjölmiðla ytra.
Mynd: Facebook

Maðurinn sem lést í sjósundi út af Örfirisey í lok maí hét Michal Gabriš. Michal er frá Slóvakíu og var 27 ára er hann lést.

Í slóvenska fréttamiðlinum tvnoviny.sk segir að Gabriš sé frá norðvesturhluta Slóvakíu og að hann hafi ferðast um allt Ísland á vespu, 1.300 kílómetra þvert yfir landið. Hann hafi hins vegar látist aðeins örfáum dögum dögum eftir að hafa lokið þessu ótrúlega markmiði, er hann ákvað að fá sér sundsprett út af Örfirisey í Reykjavík 29 maí síðastliðinn.

Umfangsmikil leit hófst upp úr klukkan 16:30 sama dag en þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki fyrr en daginn eftir, þá látinn.

Samkvæmt miðlinum var Michal Gabriš 27 ára ævintýramaður frá þorpinu Zákopčie í Čadca-héraði, og að hann hafi lagt af stað til Íslands með eitt markmið, að ferðast umhverfis eyjuna á vespu.

Ferðalagið, sem hann hóf í lok apríl, stóð yfir í 13 daga og hann skráði framfarir sínar daglega á samfélagsmiðlum. „Myndirnar geisluðu af íslenskri hörku, sterkum vindum, hrárri náttúru, fjörðum og eyðilegum vegum“, eins og það er orðað í slóvenska miðlinum.

„Ég enda ferðalag mitt við frægu kirkjuna í miðbænum. Ég er loksins kominn aftur til Reykjavíkur. Hið ómögulega er orðið að veruleika. Einn stór draumur sem ég hafði með mér til Íslands hefur ræst,“ skrifaði hann á Facebook eftir að hafa lokið áskoruninni með góðum árangri.

Á samfélagsmiðli gamla framhaldsskóla Mihcal, í Žilina, var hans minnst.

„Í dag fengum við dapurlegar fréttir. Fyrrverandi nemandi okkar, Miško Gabriš, lést því miður á Íslandi. Vinsamlegast hugsið til hans í bænum ykkar,“ sagði skólinn á samfélagsmiðlum.

Á stuttri ævi sinni ferðaðist Michal til margra heimshorna, að því er fram kemur í slóvenska fjölmiðlinum.

„Þrá hans eftir ævintýrum, þekkingu og að sigrast á eigin takmörkum var mörgum innblástur,“ segir að lokum í frétt fjölmiðilsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Krónprinsessa Noregs sögð hafa varað son sinn við handtöku
Heimur

Krónprinsessa Noregs sögð hafa varað son sinn við handtöku

Alvarlegar ásakanir settar fram í nýrri bók um hneyksli innan norsku konungsfjölskyldunnar
Eyvindur heldur áfram að dæma fólk
Innlent

Eyvindur heldur áfram að dæma fólk

Fuglainflúensa greinist í refum á Íslandi
Landið

Fuglainflúensa greinist í refum á Íslandi

Setti aðra í hættu með glæfraakstri í Mosfellsbæ
Myndband
Innlent

Setti aðra í hættu með glæfraakstri í Mosfellsbæ

Virginia Giuffre segir þekktan forsætisráðherra hafa nauðgað sér
Heimur

Virginia Giuffre segir þekktan forsætisráðherra hafa nauðgað sér

Ragnhildur Alda gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn
Slúður

Ragnhildur Alda gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn

Nýr heimildarþáttur sýnir áður óþekkt gögn um morðið á Hind Rajab
Myndband
Heimur

Nýr heimildarþáttur sýnir áður óþekkt gögn um morðið á Hind Rajab

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt
Peningar

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt

Hátíð hugleiðslu- og heilunartónlistar í fyrsta sinn á Íslandi
Menning

Hátíð hugleiðslu- og heilunartónlistar í fyrsta sinn á Íslandi

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð
Sport

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð

Tvílyft Hafnarfjarðarhöll til sölu
Myndir
Fólk

Tvílyft Hafnarfjarðarhöll til sölu

Minning

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn
Minning

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar
Minning

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Björk Aðalsteinsdóttir er látin
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

Loka auglýsingu