1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

6
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

7
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

8
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

9
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

10
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Til baka

Netanyahu viðurkennir að vopnaður glæpahópur starfi fyrir Ísrael á Gaza

Hefur verið sakaðir um glæpsamlegar árásir og rán á hjálpargögnum

Benjamin Netanyahu
Benjamin NetanyuahuForsætisráðherra Ísraels ber ábyrgð á drápum tugþúsunda saklausra borgara.
Mynd: RONEN ZVULUN/POOL/AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur opinberað að Ísrael beiti vopnuðum glæpahópum á Gaza í baráttunni gegn Hamas. Þetta kom fram í myndbandsyfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X á fimmtudag, skömmu eftir að fyrrverandi varnarmálaráðherra Avigdor Lieberman sakaði hann um að beita þessari aðferð.

Yfirlýsingin markar í fyrsta sinn sem ísraelsk stjórnvöld viðurkenna opinberlega að þau styðji vopnaða palestínska hópa sem byggja á valdamiklum ættbálkum. Mannúðaraðilar hafa sakað þessa hópa um glæpsamlegar árásir og að ræna hjálpargögnum úr flutningabílum á sama tíma og hungur og neyð ríkir á Gaza vegna gríðarlegs umsáturs Ísraels.

Samkvæmt frétt frá Associated Press er einn þessara hópa svokallaður Popular Forces, undir stjórn Yasser Abu Shabab, ættbálksleiðtoga í Rafah. Í síðasta mánuði greindi ísraelska blaðið Haaretz frá starfsemi hópsins, nefndur þar „Anti-Terror Service“, og fullyrti að um 100 vopnaðir menn væru í hópnum og að Ísraelsher veitti honum þegjandi samþykki.

Á síðustu vikum hefur hópur Abu Shabab lýst því yfir á netinu að hann verji birgðasendingar til nýrra dreifingarstöðva á vegum Gaza Humanitarian Foundation (GHF), sem styðst við bandarísk og ísraelsk yfirvöld.

Fréttaritari Al Jazeera í Amman, Hamdah Salhut, sagði: „Netanyahu heldur því fram að þessir vopnuðu glæpahópar geti í raun hjálpað Ísraelum að sigra Hamas á Gasza.“ Hún bætti við: „En þetta mætir mikilli andstöðu innan Ísraels. Margir segja að um glæpasamtök sé að ræða, og að ísraelsk vopn séu komin í hendur þeirra.“

„Sláturhúsið“ á Gasa

Yfirlýsing Netanyahu kom á enn einum blóðugum degi í Gasa. Ísraelsher réðst á fjölda skotmarka í strandhéraðinu þar sem umsátur hefur sett íbúana á barm hungursneyðar.

Frá síðustu viku hafa meira en 100 manns verið drepnir og margir fleiri særst við hjálpardreifingarstöðvar GHF. Í fjögur skipti hafa ísraelskir hermenn skotið á Palestínumenn sem leita sér aðstoðar.

Chris Gunness, fyrrverandi talsmaður UNRWA, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu, sagði við Al Jazeera að aðgerðir GHF hefðu breytt Gaza í „sláturhús“

„Hundruðum óbreyttra borgara er smalað eins og skepnum inn í afgirt svæði og þeim slátrað eins og nautgripum,“ sagði hann.

GHF lokaði starfsemi sinni á miðvikudag vegna gagnrýni en tilkynnti daginn eftir að tvær dreifingarstöðvar yrðu opnaðar aftur í Rafah. Ekki var greint frá því hvenær aðstoð myndi hefjast á ný.

Að minnsta kosti 52 Palestínumenn voru drepnir á fimmtudag, samkvæmt heimildum sjúkrahúsa sem Al Jazeera ræddi við. Þar af bárust 31 lík til Nasser-sjúkrahússins í Khan Younis og 21 til al-Ahli Arab og al-Shifa sjúkrahúsanna í Gaza borg.

Fjórir blaðamenn létust í árás á al-Ahli sjúkrahúsið, einnig þekkt sem Baptistasjúkrahúsið.

Fadi al-Hindi, íbúi í Gaza borg, lýsti því að hann hefði séð árás við al-Nasser götu nálægt al-Shifa sjúkrahúsinu:

„Ég sá mann í tætlum, hann var á reiðhjóli og neðri hluti líkamans var horfinn. Allir í götunni voru særðir. Við fórum að safna saman líkamsleifum.“

Að minnsta kosti þrír létust í þeirri árás, þar á meðal börn.

Palestínska fréttastofan Wafa greindi einnig frá fimm dauðsföllum í grennd við Khan Younis, fjórum vestan við Beit Lahiya í norðri, einu suður af Gaza borg og særðu barni nálægt Bureij á mið-Gaza. Hún sagði einnig frá því að ísraelskir hermenn hefðu skotið á Palestínumenn sem reyndu að komast að hjálparstöð við Wadi Gaza.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Maskína Birnis
Menning

Maskína Birnis

Hann er þó ekki einn með þá maskínu
Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp
Innlent

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði
Menning

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Loka auglýsingu