
Emman Atienza, þekkt fyrir lífsstílsmyndbönd á TikTok, fannst látin á heimili sínu í Los Angeles á miðvikudag, að því er TMZ greinir frá.
Samkvæmt réttarmeinafræðingi í Los Angeles-sýslu er dánarorsök Atienzu sögð sjálfsvíg.
Foreldrar Emman, faðir hennar sem er filippseyskur sjónvarpsmaður og móðir hennar, sem er frumkvöðull og heilsuræktarsérfræðingur, tilkynntu hið sorglega andlát í morgun og heiðruðu minningu dóttur sinnar.
Í færslu á Instagram skrifaði hin harmi slegna fjölskylda:
„Hún færði líf okkar og lífi allra sem þekktu hana svo mikla gleði, hlátur og kærleika. Emman hafði þann einstaka eiginleika að láta fólk finna að það væri sýnilegt og á það hlustað, og hún var óhrædd við að tala opinskátt um sína eigin geðheilsu. Hennar einlægni hjálpaði svo mörgum að líða minna einmana.“
Emman hafði meira en 800 þúsund fylgjendur á TikTok og 225 þúsund á Instagram. Í nýjustu myndböndunum sínum var hún að sýna frá því að koma sér fyrir í Los Angeles, þar sem hún flutti síðastliðið sumar.
Hún var aðeins 19 ára.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Komment