Nýjar sánur voru opnaðar í Vesturbæjarlaug fyrr í morgun og sá Heiða Björg Hilmisdóttir um að vígja hana en fastagestir laugarinnar hafa beðið mjög spenntir eftir því að sánurnar opni.
Vesturbæjarlaug var vígð 25. nóvember 1961 og opnuð almenningi 2. desember sama ár.
Laugin var upphaflega hönnuð af Bárði Ísleifssyni og var fyrsta sundlaug borgarinnar sem bauð upp á heitan pott.
Í gegnum árin hefur Vesturbæjarlaug tekið ýmsum breytingum. Bætt hefur verið við heitum pottum og í júlí árið 2000 voru opnuð eimbað og núverandi útiklefar. Árið 2014 bættust við stór nuddpottur og vaðlaug, auk þess sem laugarsvæðið var stækkað og reist fallegt grindverk í kringum það. Árið 2020 var reistur sérklefi og nú, árið 2025, bætast við tvær nýjar sánur og ein innrauð sána, en val á útfærslum byggir á samráði við íbúa.
Hönnun nýju sánurýmanna var í höndum Hebu Hertervig og Steinunnar Halldórsdóttur hjá VA arkitektum.


Komment