Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að ökumaður hafi verið stöðvaður grunaður um of hraðan akstur en hann ók á 157km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða en við brotinu liggur þriggja mánaða svipting ökuréttinda auk fjársektar.
Lögregla gaf ökumanni á stolinn bifreið stöðvunarmerki en ökumaðurinnn sinnti þeim ekki og ók áleiðis í átt að Hveragerði. Lögregla hóf þá eftirför sem endaði á að bifreiðin var stöðvuð í Kömbunum með aðstoð lögreglumanna af Suðurlandi. Tveir aðilar voru handteknir í bifreiðinni og vistaðir í þágu rannsóknar málsins.
Þá voru tilkynntir voru einnig þjófnaðir úr verslunum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment