
Ólafur Gísli Hilmarsson, viðskiptastjóri hjá Pennanum húsgögnunum, er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein. Akureyri.net greinir frá þessu en Ólafur fæddist á Akureyri árið 1967.
Ólafur starfaði lengi hjá Samherja eftir stúdentspróf en hóf nám í Tækniháskólanum árið 2000. Þaðan útskrifaðist hann með B.Sc. gráðu í iðnrekstrarfræði með áherslu á vörustjórnun.
Hann starfaði lengi í markaðsmálum eftir útskrift og vann meðal annars hjá auglýsingastofunum Góðu fólki og Íslensku auglýsingastofunni. Hann var einnig markaðsstjóri Strætó BS um tíma og síðustu árin var Ólafur viðskiptastjóri hjá Pennanum húsgögnum.
Ólafur var mikill íþróttaáhugamaður og æfði handbolta, fótbolta og skíðagreinar sem barn og tók upp golf þegar hann varð eldri.
Foreldar hans voru Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Hilmar Henry Gíslason. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
Komment