
Stjórnsýsludómstóll Berlínar hefur úrskurðað að bann sem sett var á palestínska lækninn Ghassan Abu-Sittah við því að tjá sig opinberlega í Þýskalandi sé ólöglegt, að því er talsmaður dómstólsins staðfestir við Al Jazeera.
Í úrskurði dómstólsins segir að ekki hafi verið tilefni til að ætla að Abu-Sittah, sem er skurðlæknir og hefur starfað í Gaza, myndi fremja refsiverðan verknað eða ógna lýðræðislegri stjórnskipan Þýskalands með því einu að taka til máls á ráðstefnunni Palestine Congress í apríl 2024, þar sem honum hafði verið boðið að tala.
Dómararnir sögðu engin ummæli frá Abu-Sittah frá 7. október 2023 benda til refsiverðrar háttsemi né heldur stuðnings við hryðjuverkasamtök.
Þá bætti dómstóllinn við að stjórnvöld í Berlín hefðu átt að taka tillit til stöðu Abu-Sittah sem sögulegs vitnis, þar sem frásögn hans hefur verið lögð fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn, auk réttar hans til tjáningarfrelsis.
Yfirvöld í Berlín höfðu haldið því fram að Abu-Sittah styddi Hamas, þar sem hann tók þátt í blaðamannafundi á vegum palestínska heilbrigðisráðuneytisins fyrir utan al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa.
Komment