
Gerðist um borð í flugvél DeltaFlugfélagið hefur ekki viljað tjá sig um málið
Mynd: elisfkc2
Par sem var um borð í Delta flugvél frá Minneapolis til Honolulu gæti átt von á ákæru frá yfirvöldum.
Parið hefur verið sakað um, af öðrum farþegum, að stunda munnmök í sætum sínum og tóku farþegar upp myndir og myndbönd af athæfinu. Samkvæmt upplýsingum fjölmiðla vestanhafs breiddi parið teppi yfir sig á meðan á athæfinu stóð.
Alríkislögreglan hóf rannsókn á málinu um leið og flugvélin lenti í Honolulu en starfsmenn flugvélarinnar tilkynntu athæfið til yfirvalda.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins að svo stöddu en saksóknarar í Hawaii eru með málið á sínu borði. Delta hefur ekki viljað tjá sig um málið og vísar á lögregluna.

Voru að flúga til Honolulu í Hawaii
Mynd: Frank Schulenburg
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment