
Bjarni Már Magnússon prófessorVill í skipta um vinnu.
Mynd: Háskólinn í Reykjavík
Alls bárust sex umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins sem auglýst var þann 25. nóvember 2025. Greint er frá þessu í tilkynningu frá yfirvöldum.
Umsóknarfrestur rann út þann 10. desember 2025.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, skipar í embættið þegar nefnd sem falið verður að meta hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Skipað er í embættið til fimm ára í senn.
Umsækjendur eru eftirtaldir:
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri
- Bjarni Már Magnússon, prófessor
- Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri
- Páll Egill Winkel, sérfræðingur
- Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri
- Signý Rut Friðjónsdóttir, deildarstjóri
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment