
Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, sagði blaðamannafundi rétt í þessu að Rússland styddi tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé í Úkraínu, en hefði „alvarlegar spurningar“ sem hann þyrfti að ræða við Bandaríkin, mögulega beint við forseta Donald Trump.
Pútín sagðist vera „hlynntur“ tillögunni um 30 daga vopnahlé „en að það væru blæbrigði“ og að hann hefði „alvarlegar spurningar“ um hvernig það myndi virka. „Ég tel að við þurfum að ræða við bandaríska samstarfsaðila okkar... Kannski taka símtal við Trump forseta og ræða þetta við hann,“ sagði hann við blaðamenn.
„Rússneskir hermenn eru að sækja fram á nánast öllum svæðum víglínunnar,“ sagði Pútín. Þá gaf hann til kynna að árangur Rússa í Kursk, landsvæði innan Rússlands sem Úkraína hertók í fyrra, myndi hafa áhrif á viðhorf hans.
Pútín hrósaði hermönnum sem hafa náð skjótum árangri þar undanfarna daga. „Miðað við hvernig aðstæður á vettvangi þróast munum við sammælast um næstu skref til að binda enda á átökin og ná samkomulagi sem er viðunandi fyrir alla.“
Loks sagði hann að friðarsamkomulag þyrfti að ávarpa „upprunalegar rætur stríðsins.
Komment