Lögregluyfirvöld í Las Vegas hafa lýst eftir manni sem rændi Rampart spilavítið í síðustu viku.
Maðurinn gekk inn í spilavítið og huldi höfuð sitt með hjálmi og grímu og var vopnaður riffli. Hafa yfirvöld ákveðið að birta myndband af ráninu í von um að það hjálpi við að hafa hendur í hári mannsins.
Atvikið átti sér stað síðdegis á fimmtudaginn í síðustu viku en maðurinn var einnig með sólgleraugu á andlitinu og í jakka. Þjófurinn gekk upp að gjaldkera með skotvopnið og krafðist þess að fá afhenta peninga.
Í myndbandinu sést einnig þegar öryggisvörður nálgast byssumanninn en hann bakkar frá þegar hann tekur eftir vopninu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlýddi starfsmaðurinn og lét manninn fá ótilgreinda upphæð af seðlum en tekið er fram ekki hafi neinn slasast í ráninu.


Komment