
Hefur komið fram á einhjóli síðan 1993Hjólið er rúmir tveir metrar á hæð
Mynd: Erik Drost
Sirkuslistamaðurinn Rong Krystal Niu, betur þekkt sem Rauða Pandan, var send með sjúkrabíl upp á spítala eftir fall.
Listamaðurinn var að skemmta í hálfleik í WNBA leik í Bandaríkjunum þar sem hún sýndi listir sínar á einhjóli þegar hún féll og lenti illa. Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum var hún á sjúkrahúsi í 11 tíma en í viðtali við hún veitti eftir veru sína þar sagði hún að pedall á hjólinu hafi brotnað og borið ábyrgð á að hún féll. Hjólið er rúmlega tveggja metra hátt.
Hún hefur verið þekkt fyrir listir sínar í nokkurn tíma en hún kemur reglulega fram í hálfleikssýningum í NBA og WNBA leikjum og þá sló hún í gegn í Britain's Got Talent og America's Got Talent.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment