1
Minning

Bjarki Fannar Björnsson lést í bílslysinu á Vesturlandsvegi

2
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

3
Heimur

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma

4
Fólk

Nokkuð óvenjulegt einbýli til sölu í Laugardalnum

5
Innlent

Elmar dæmdur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

6
Heimur

Vinsæl íþróttafréttakona og eiginmaður hennar fundust skotin til bana

7
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

8
Innlent

Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings vegna mannsláts

9
Minning

Illugi minnist Halldórs Blöndals

10
Innlent

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju

Til baka

Rima Apótek ódýrast, samkvæmt ASÍ

Borgar apótek og Lyfjabúrið neituðu þátttöku.

apotikid_inni2
GarðsapótekMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: gardsapotek.is

Í nýjum samanburði verðlagseftirliti ASÍ kemur fram að Rima Apótek er ódýrasta apótekið á landinu. Til skoðunar vru aðrar vörur en lyf eða þær vörur sem finna má frammi í versluninni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ að Borgar apótek og Lyfjabúrið hafi hafnað þátttöku í verðlagseftirlitinu, en á grundvelli þeirra ganga sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek Íslands.

Þó nokkru getur munað á verði eftir því hvaða vörur eru skoðaðar að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Sem dæmi má nefna að Lyfjaval er að meðaltali með 15 prósent dýrara en ódýrasti kosturinn, en Better You-fæðubótarefni kosta að meðaltali 35 prósent meira í Lyfjaval en þar sem þau eru ódýrust, sem er iðulega í Rima Apóteki. Hins vegar voru New Nordic-vörur að jafnaði ódýrastar í Lyfjavali. 

Borgar sig oft að bera saman verð

Ýmsar vörur sem seldar eru í apótekum má einnig finna í lágvöruverðsverslunum. Svo dæmi séu tekin: 

  • Nivea augnhreinsir (x-gentle, 125ml) kostaði 2.281kr í Borgar apóteki en 479kr í Bónus, næstum fimmfaldur munur. Varan kostaði einni krónu meira í Krónunni en Bónus. 
  • By My Beard skeggsjampó kostaði 1.990kr í ÍslandsApóteki en 349kr í Nettó, næstum sexfaldur munur. 
  • Gillette Cool Wave svitalyktareyðir kostaði tæpar 1.400kr í flestum apótekum, en aðeins 598kr í Bónus og 599kr í Krónunni. 
  • Carefree flexi innlegg kostuðu 286kr í Bónus, 287kr í Krónunni, 288kr í Nettó og 585kr í Farmasíu.

Í einhverjum tilfellum geta apótek verið ódýrari en lágvöruverðsverslanir, þó að munurinn í þá átt sé oftast minni. Hér eru nokkur dæmi: 

  • Hafkalktöflur, 60stk, kostuðu 2.790kr í Krónunni (og kosta enn) en voru (og eru) ódýrari í öllum apótekum sem skoðuð voru, fyrir utan Lyfjaval. Ódýrastar voru töflurnar í Lyfjaveri á 2.180kr en dýrastar í Lyfjavali á 2.855kr. 
  • Solaray Once Daily Active Man fjölvítamín kostaði 3.061kr í Lyfjaveri og hefur verið á því verði síðan í haust, ef ekki lengur. Á megni könnunartímabilsins kostaði vítamínstaukurinn 3.599kr í Krónunni, eða tæpum 18 pórsentum meira, og hefur síðan hækkað í 3.799kr, sem er 24 prósentum dýrara en í Lyfjaveri. 
  • Veet Sensitive háreyðingarkrem með aloe vera kostaði 2.339kr í Nettó en aðeins 1.560kr í Apóteki Vesturlands í Ólafsvík. 
  • Better You 5mg járnmunnúði kostar 2.021kr í Rima Apóteki en 2.399kr í Krónunni. Flestir aðrir BetterYou munnúðar eru hins vegar ódýrari í Krónunni. 

Auglýsingar apóteka gjarnan villandi 

Oft hvetja íslenskar verslanir til kaupa með afsláttum. Einhverjar reglur gilda um þá afslætti, til dæmis segir á vef Neytendastofu að útsala megi „ekki standa lengur en í sex vikur því þá er útsöluverðið orðið að venjulegu verði“. 

Samkvæmt ASÍ fæst ekki betur séð en að í einhverjum tilfellum en að lengri tími hafi liðið frá verðlækkun í einhverjum apótekum. Til dæmis: 

  • New Nordic Apple Cider hlaup í vefverslun Lyfjavals var selt á 2.621kr til 3. febrúar. Svo var það selt á „-20%“, eða 2.097kr, til 4. apríl, eða á hálfa níundu viku. Samhliða því var bætt við „Nýtt“ merkingu á vöruna sem er þar enn. 
  • Siglufjarðarapótek hefur haft CeraVe Renewing fótakrem á 20% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. 
  • Rima Apótek hefur selt Nutrilenk Active, 30 hylki, og NutriLenk Gel, 100ml, á 25% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. 

Dæmin eru fleiri.  

Verðlag í Apóteki Vesturlands ekki alltaf samstíga 

Verðlag á Apóteki Vesturlands virðist ekki hafa verið alfarið hið sama í útibúunum þremur í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík, að því er fram kemur í frétttilkynningu ASÍ. Til að mynda var Better You D-Lúx 1000iu 15ml munnsprey selt á 1.493kr í Borgarnesi þann 13. mars en á 2.045kr í Ólafsvík. Better You Magnesium Relax flögur kostuðu 2.413kr í Ólafsvík en 1.530kr í Borgarnesi. Í aðra röndina kostaði Eylíf Smoother Skin & Hair 3.419kr í Ólafsvík en 4.850kr í Borgarnesi. Hafkraftur kostaði 2.650kr í Ólafsvík en 3.543kr í Borgarnesi. 

Af 148 vörum sem bornar voru saman í Borgarnesi og Ólafsvík þann 13. mars voru 76 dýrari í Borgarnesi, 33 dýrari í Ólafsvík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var verslunin í Borgarnesi 1,2 prósentum dýrari en í Ólafsvík. 

Hvaða aðferðafræði notast ASÍ við? 

Bornar voru saman vörur sem finna mátti í minnst níu apótekum. Aðeins var farið í apótek sem eru án aðgangsgjalds. Samanburðurinn fór fram frá miðjum febrúar til miðs mars. 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Stakk fórnarlamb sitt meðal annars í hnakka og bak
Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

Hanna Björg skipuð í embætti
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga
Innlent

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga

Þorvaldur Davíð vill annað sætið
Slúður

Þorvaldur Davíð vill annað sætið

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange
Innlent

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti
Heimur

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg
Innlent

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana
Innlent

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana

Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

Eiginkona prestsins er með í för
Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki
Peningar

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf
Peningar

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

Prís með lægsta verðið á jólakjöti
Peningar

Prís með lægsta verðið á jólakjöti

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu
Myndir
Peningar

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu

Loka auglýsingu