1
Innlent

Barn flutt á bráðamóttökuna

2
Fólk

Dóninn á barnum varð síðar formaður verkalýðsfélags

3
Innlent

Friðrik fór inn á athafnasvæði lögreglu án leyfis

4
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

5
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

6
Heimur

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf

7
Fólk

Hús sem hefur séð fleiri hnébeygjur en fermingar til sölu

8
Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

9
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

10
Innlent

MAST varar við salmonellukjúklingi

Til baka

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga

Átta stuðningsmönnum Palestínu hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi í Bretlandi án þess að mál þeirra hafi komið fyrir dóm í meira en ár.

Stuðningsmenn fanganna
Stuðningsmenn fangannaÞrír fangar eru nú í hungurverkfalli
Mynd: HENRY NICHOLLS / AFP

Tugir þekktra rithöfunda, fræðimanna og aðgerðasinna víðs vegar að úr heiminum hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir samstöðu með föngum úr samtökunum Palestine Action sem sitja í hungurverkfalli í Bretlandi.

Meðal undirritaðra eru rithöfundurinn Naomi Klein, skáldsagnahöfundurinn Sally Rooney, aðgerðarsinninn og fræðimaðurinn Angela Davis, heimspekingurinn Judith Butler og blaðamaðurinn George Monbiot. Þau lýsa stuðningi við þrjá breska aðgerðarsinna sem neita að neyta fæðu þar til kröfum þeirra verður mætt.

Heba Muraisi og Kamran Ahmed hafa verið í hungurverkfalli í 71 og 64 daga, en mótmælin hófust í nóvember. Þriðji fanginn, Lewie Chiaramello, sveltur sig annan hvern dag vegna sykursýki af tegund 1. Þá hefur Umer Khalid hafið nýtt hungurverkfall eftir að hafa áður stöðvað slíkt af heilsufarsástæðum. Fjórir af átta aðgerðarsinnum sem tóku þátt í upphaflegu mótmælunum hafa hætt verkfallinu vegna versnandi heilsu.

Aðgerðarsinnarnir eru vistaðir í mismunandi fangelsum vegna meintrar aðildar þeirra að innbrotum í breskt dótturfélag ísraelska varnarfyrirtækisins Elbit Systems í Bristol og á flugstöð breska flughersins (RAF) í Oxfordshire. Þau hafna öllum ákærum, sem meðal annars snúa að innbroti og ofbeldisfullum óeirðum.

Fangarnir krefjast þess að fá lausn gegn tryggingu og réttláta málsmeðferð, auk þess sem þeir krefjast þess að bresk stjórnvöld dragi til baka ákvörðun sína um að skilgreina Palestine Action sem „hryðjuverkasamtök“.

Þá kalla þeir einnig eftir lokun allra starfsstöðva Elbit Systems í Bretlandi og að því sem þeir lýsa sem ritskoðun innan fangelsanna verði hætt, þar á meðal haldlagningu pósts, símtala og bóka.

Allir átta aðgerðarsinnarnir munu hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár án þess að mál þeirra hafi komið fyrir dóm, sem fer langt fram úr hefðbundnu sex mánaða hámarki Bretlands fyrir gæsluvarðhald án réttarhalda.

Alþjóðlegur þrýstingur á bresk stjórnvöld fer vaxandi um að gripið verði til aðgerða til að vernda líf fanganna. Fyrrverandi hungurverkfallsfangar frá Írlandi, Palestínu og Guantanamo-flóa hafa sent frá sér neyðarákall þar sem þeir krefjast þess að breskir ráðherrar fundi með fjölskyldum fanganna og lögmönnum þeirra.

Vinir og ættingjar fanganna hafa sagt Al Jazeera að þau hyggist halda hungurverkfallinu áfram þar til öllum kröfum verði mætt, þrátt fyrir að heilsu þeirra hraki hratt.

Á gamlárskvöld komu hundruð saman í Belfast til að sýna hungurverkfallsföngunum samstöðu. Ómuðu slagorð þeirra framhjá veggmyndum sem ekki aðeins prýða borgina heldur bera einnig vitni um átakasögu hennar.

Meðfram Falls Road standa írskar lýðveldissinnaðar veggmyndir hlið við hlið við palestínskar. Alþjóðlegi veggurinn, sem eitt sinn var síbreytilegur strigi alþjóðlegra baráttumála, hefur nú fengið viðurnefnið „palestínski veggurinn“. Þar má sjá ljóð hins látna palestínska rithöfundar Refaat Alareer, sem féll í ísraelskri loftárás í desember 2023, teygja sig eftir endilangri veggnum. Myndefni sem palestínskir listamenn hafa sent hefur verið málað af heimamönnum.

Nýlega hafa einnig birst ný orð á frægustu veggjum Belfast: „Sælir eru þeir sem hungrar eftir réttlæti.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“
Innlent

Segir að Stefán Einar hafi verið „rjóður af kampaþambi“

Katrín Oddsdóttir segir frá því þegar hún hitti fjölmiðlamanninn í veislu
Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna
Innlent

Varað við neyslu lífrænna nýrnabauna

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn
Myndband
Heimur

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu
Innlent

Lektor segir fullyrðingar Ingu Sæland hreina þvælu

Glúmur minnist föðurafa síns
Fólk

Glúmur minnist föðurafa síns

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei
Innlent

Matvælastofnun varar við neyslu á þekktu tei

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi
Innlent

Karlmaður beitti sambýliskonu hrottalegu ofbeldi

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru
Myndband
Fólk

Þekktasti tengdasonur Íslands dásamar íslenska náttúru

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins
Pólitík

Alexandra lætur Trump finna til tevatnsins

Kristján segist ekki vera „rasisti“
Fólk

Kristján segist ekki vera „rasisti“

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýlishús með óviðjafnanlegu Esjuútsýni

Heimur

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga
Heimur

Rithöfundar og fræðimenn þrýsta á bresk yfirvöld vegna hungurverkfallsfanga

Átta stuðningsmönnum Palestínu hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi í Bretlandi án þess að mál þeirra hafi komið fyrir dóm í meira en ár.
Unglingspiltur stunginn til bana á almannafæri í Lundúnum
Heimur

Unglingspiltur stunginn til bana á almannafæri í Lundúnum

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn
Myndband
Heimur

Trump gaf starfmanni Ford-verksmiðju fingurinn

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife
Heimur

Karlmaður reyndi að koma látinni konu í flug á Tenerife

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf
Myndband
Heimur

Hanna var mögulega handtekin daginn áður en hún hvarf

Julio Iglesias kærður fyrir kynferðisbrot
Heimur

Julio Iglesias kærður fyrir kynferðisbrot

Loka auglýsingu