1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

4
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

5
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

6
Innlent

Hótanir í Árbæ

7
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

8
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

9
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

10
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Til baka

Rússar flýja Mið-Asíu

Við stríð og öldrun opnast ný tækifæri fyrir fólk af rússneskum uppruna til að snúa aftur til móðurlandsins.

Tatiana Lopatina Rússi Kasakstan
Flytja frá KasakstanTatiana Lopatina er 52 fyrrverandi íþróttakennari af rússnesku þjóðerni. Hún ætlar að flytja með eiginmanni sínum frá Mið-Asíuríkinu Kasakstan, sem var hluti Sovétríkjanna, til Omsk í Rússlandi.
Mynd: AFP

Ófær um að finna vinnu og með söknuð frá ættingjum sínum, hefur Tatiana Lopatina loksins ákveðið að það sé kominn tími til að pakka saman og flytja frá Kasakstan til móðurlands síns: Rússlands.

Þessi 52 ára fyrrverandi íþróttakennari bætist í hóp milljóna fólks af rússneskum uppruna sem hafa yfirgefið Mið-Asíu síðan Sovétríkin liðu undir lok árið 1991, vonsvikin vegna minnkandi atvinnutækifæra og pólitískrar jaðarsetningar. Þau upplifa sig ekki lengur heimakomna þar sem svæðið fjarlægist menningarlega og tungumálalega áhrifasvæði Moskvu.

„Atvinnuástandið er mjög erfitt hér. Og þegar maður er ekki lengur ungur verður það tvöfalt vandamál,“ sagði Lopatina við AFP.

Rússar voru um fimmtungur íbúa Mið-Asíu þegar Sovétríkin liðu undir lok, en sú tala er nú fimm prósent, með tugþúsundir til viðbótar sem flytja til Rússlands á hverju ári.

Þó þeir hafi notið forréttindastöðu á tímum Sovétríkjanna hafa margir þeirra upplifað félagslega hnignun síðan fimm ríki Mið-Asíu öðluðust sjálfstæði.

„Ákvörðunin um að yfirgefa Kasakstan hefur verið tekin. Við munum gefa upp kasöksk vegabréf okkar til að fá rússnesk vegabréf,“ sagði Lopatina við AFP.

Með eiginmanni sínum, Dmitry, ætla þau að flytja til borgarinnar Omsk í Síberíu, þar sem fjölskylda þeirra á rætur.

Aftur til móðurlandsins

Rússland, sem skortir vinnuafl, býr við öldrun þjóðar og lága fæðingartíðni. Því er komu hundruð þúsunda nýrra borgara fagnað.

Yfirvöld í Kreml hafa lengi varað við yfirvofandi lýðfræðilegri kreppu - sem Vladimir Pútín forseti lýsir sem „mikilvægustu áskorun“ landsins.

Í mars kallaði hann eftir auknum aðgerðum til að styðja við „heimkomu landa okkar“.

Síðan 2006 hefur Rússland boðið flutningsstyrki til þeirra sem flytja til heimalands foreldra sinna eða afa og ömmu, veitt þeim atvinnuleysisbætur og stundum jafnvel gefið þeim lóðir eða jarðeignir.

Um 1,2 milljónir manna hafa flutt til Rússlands í þessu kerfi, aðallega frá Mið-Asíu. Talan tekur ekki til þeirra sem hafa flutt fram hjá opinberum leiðum.

Síðan Rússland réðst inn í Úkraínu hefur orðið minna aðlaðandi að flytja til Rússlands.

Árið 2024 þáðu aðeins 31.700 manns boðið, sem er lægsta tala í 14 ár.

Yfirvöld kynntu nýtt kerfi fyrir landa í fyrra í von um að auka þátttöku, með vægari skilyrðum fyrir ríkisborgararétti en engum fjárhagslegum ávinningi.

Lyubov Tyasova Rússi
Vill búa börnum sínum tækifæriLyubov Tyasova er 50 ára leiðsögukona af rússneskum uppruna í borginni Orlovka Kirgistan. Hún ætlar að flytja til Rússland, þar sem vantar starfsfólk vegna öldrunar þjóðarinnar og stríðs.
Mynd: AFP

„Ekkert hefur breyst hér“

Margt fólk af rússneskum uppruna í Mið-Asíu hefur sömu sögu að segja.

Foreldrar þeirra voru sendir þangað á tímum Sovétríkjanna til að þróa landbúnað á steppum Kasakstans, vinna hráefni úr fjöllum Kirgisistans, byggja borgir í Úsbekistan eða áveitukerfi í eyðimörk Túrkmenistans.

Þó þeir lofi fegurð lands síns og góðmennsku heimamanna sjá þeir ekki lengur framtíðarmöguleika fyrir sig og börn sín, þrátt fyrir öra þróun svæðisins.

„Kannski sjá sumir eitthvað, en ég sé algjörlega ekkert í augnablikinu,“ sagði 50 ára leiðsögumaðurinn Lyubov Tyasova, sem er að yfirgefa litla bæinn sinn Orlovka í Kirgisistan.

Hún harmar skort á tækifærum í bænum, sem var að meirihluta rússneskur fram á tíunda áratuginn.

„Algjörlega ekkert hefur breyst hér á 30 árum... Ég sé framtíð barna minna í Rússlandi. Framtíð í stöðugum störfum og blómlegum borgum,“ sagði hún við AFP.

Fyrir marga er Rússland líflína, þrátt fyrir lág laun á sumum svæðum.

Þegar rússneska heimflutningsáætlunin var kynnt árið 2006, „kom ekki til greina að flytja því mér leið vel í Kasakstan,“ sagði Lopatina.

En símtöl frá fjölskyldu sem hvöttu þau til að flytja, minningar um sumarfrí í Moskvu og slæmt atvinnuástand í Kasakstan höfðu að lokum yfirhöndina.

Jaðarsetning Rússa við stríðið

Sterkari sjálfsmynd Mið-Asíuríkja, sérstaklega frá innrás Rússa í Úkraínu, hefur látið marga af rússneskum uppruna finna fyrir jaðarsetningu.

„Ég held að ég geti ekki fundið vinnu því ég tala ekki túrkmensku,“ sagði 48 ára fyrrverandi opinber starfsmaður, Nikolai, við AFP.

Hann flutti til rússnesku borgarinnar Voronezh og sá „enga framtíð í Túrkmenistan“.

Í Úsbekistan vill Semyon, 35 ára tölvunarfræðingur, að tvær dætur hans séu í rússneskumælandi umhverfi.

Í höfuðborginni Tashkent „er rússneska töluð æ minna,“ sagði hann.

Hann er að selja íbúðina sína, eins og Valentina og Konstantin í Ashgabat, höfuðborg Túrkmenistan.

„Við erum að byrja að pakka niður í töskur og um leið og við finnum kaupanda munum við fara,“ sagði Valentina.

„Við munum sakna Túrkmenistan, sólskins allt árið og friðsældarinnar og kyrrðarinnar. Við þurfum að byrja allt upp á nýtt ... en það verður auðveldara að finna vinnu í Rússlandi,“ bætti hún við.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Loka auglýsingu