
Uppreisnargjarnir Rússar hafa hæðst að Vladmir Pútín á samfélagsmiðlum fyrir að senda „illa dulbúinn tvífara“ í fremstu víglínu Úkraínustríðsins í vikunni.
Fólk Pútíns sjálfs er sagt hafa orðið agndofa yfir málinu en sýnt var frá í fréttum þegar meintur Rússlandsforseti mætti á Kúrsk-svæðið, langt innan víglínunnar. Í heimsókninni virtist forsetinn, sem lengi hefur verið sakaður um að nota tvífara til að vernda sig, mun grannari í andliti og líkamsbyggingu. Glöggir netverjar tóku einnig eftir því að maðurinn var með handskrifaðar glósur í venjulegri stærð í stað stórra, prentaðra handrita Pútíns.

Sérfræðingur í Evrópumálum sagði við The Mirror: „Þú getur aldrei verið viss“ hvort Vlad hafi í raun komið fram eða ekki, á meðan hann benti á að þessi herklædda útgáfa af forsetanum væri „minna bótoxuð“.
Aðrir Rússar á netinu töldu líka framkoman „aumkunarvert“ og fullyrtu að hann væri sami tvífari og hefur verið notaður áður. Ein manneskja sagði: „Af öllum tvíförum völdu þeir þann aumkunarverðasta.“ Annar notandi skrifaði: „Hann er sá sami og fór að faðma íbúa „frelsuðu“ borganna í Úkraínu.“
Einhver annar sagði: „Þetta er ekki Pútín… þetta er bara enn einn klóninn á ferð. Illa dulbúinn, jafnvel með málaðar augabrúnir af einhverjum ástæðum. Það eru engir alvöru [tvífara] sérfræðingar lengur eftir. Jafnvel förðunarfræðingarnir virðast vera frá útfararstofu.“
Enn aðrir netverjar fullyrtu að upptökurnar af Pútín í stjórnstöðinni gætu hafa verið teknar upp í Moskvu til að forðast hættuna á að Pútín færi nálægt víglínunni, ólíkt óvini hans Volodymyr Zelensky sem styður oft hermenn sína við víglínuna. Einn notandi sagði: „Allir hlógu yfir „felulitasýningu“ Kremlverja. Enginn trúði í raun því að hinn veiklulegi tvífari hafi farið til Kúrsk. En voru höfuðstöðvar Kúrsk fluttar til Valdai [í norðurhluta Rússlands þar sem Putin hefur mikla öryggishöll]? Eða byggðu þeir bara eitthvað ódýrt sett í Mosfil [Rússneska Hollywood í Moskvu]?"
Enn einn efasemdarmaðurinn sagði: „Nú vitum við hvers vegna þeir tóku Úkraínu hálstaki og kröfðust vopnahlés í mánuð. Svo að Pútín gæti, án þess að óttast, án [kjarnorku-]skjalatösku sinnar, í felulitum, skriðið út úr byrgi sínu og í fyrsta skipti komið í fremstu víglínu í Kúrsk.
Komment