1
Minning

Gulli Reynis er fallinn frá

2
Innlent

Tveir handteknir í Kringlunni

3
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

4
Innlent

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni

5
Fólk

Vistlegt raðhús með heitum potti falt

6
Heimur

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife

7
Pólitík

„Að sjá ekki eftir neinu er afneitun“

8
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

9
Heimur

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig

10
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

Til baka

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

Um leið og lögreglumennirnir sáu prinsinn forðuðu þeir sér, sumir földu sig undir bílum til að láta ekki sjá sig.

Andrés prins
Andrew Mountbatten-WindsorAndrew á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir
Mynd: AARON CHOWN / POOL / AFP

Fyrrverandi öryggisvörður bresku konungsfjölskyldunnar hefur haldið því fram að hann hafi séð Andrew Mountbatten-Windsor, fyrrverandi prins með vændiskonum í Buckinghamhöll þegar hann starfaði við öryggisgæslu konungsfjölskyldunnar. Það sem hann sagðist hafa séð þegar Andrew yfirgaf húsið var þó enn ótrúlegra.

Paul Page starfaði hjá öryggissveit lögreglunnar í Lundúnum (Metropolitan Police Royal Protection Unit) frá 1998 til 2004, þar sem hann sinnti fyrst og fremst öryggisgæslu Elísabetar drottningar, Filippusar prins og Andrésar prins, eins og hann var kallaður þá, á meðan þau dvöldu í höllinni.

Í viðtali við Reach PLC lýsti hann atviki þar sem Andrew á að hafa komið með tvær „flissandi“ konur inn í vistarverur sínar í Buckinghamhöll og verið með þeim þar í um klukkustund. Reyndir öryggisverðir sögðu Paul að konurnar væru nær örugglega vændiskonur, og Paul segir nú að miðað við ásakanir sem hafa komið fram undanfarið, telji hann það líklegt.

Paul sagði frá atvikinu:

„Við fengum símtal frá stjórnstöðinni. Þeir sögðu: „Hann [Andrés] er með tvo kven­gesti sem koma með leigubíl fljótlega. Þú átt ekki að stöðva bílinn, hann á að fara beint inn í garðinn“.“

Paul og teymi hans óttuðust öryggisáhættu við að hleypa óþekktum gestum inn í höllina án eftirlits, og ákváðu að virða fyrirmælin að vettugi og stöðva bílinn. Samkvæmt Paul voru konurnar „í mjög stuttum pilsum og með mjög flegna toppa“ og virtust „eins og þær hefðu drukkið áfengi“.

Sögusagnir breiddust hratt meðal öryggisvarða um kvöldið og þeir ákváðu að þegar konurnar myndu fara, þá yrði sá sem væri við hliðið látinn hringja út til að allir gætu séð þær með eigin augum.

Konurnar voru í íbúð Andrews í um það bil klukkustund. „Svo fáum við símtal, „Konurnar eru að koma út úr íbúðinni hans“,“ sagði Paul. „Þú hefðir haldið að þetta væri stór öryggisviðburður, fimmtán lögreglumenn hlaupandi á fullri ferð niður að hliðinu til að sjá þessar vændiskonur.“

Paul sagði að margir hefðu troðist saman við hliðið, þar sem iðnaðarmenn og þjónustufólk nota innganginn. „En hálfvitinn í stjórnstöðinni gleymdi að segja okkur að Andrew væri með þeim.“

Um leið og lögreglumennirnir sáu prinsinn forðuðu þeir sér, sumir fölldu sig undir bíla til að láta ekki sjá sig. Paul útskýrði að venjulega, þegar óformlegir gestir yfirgefa höllina, fylgir þeim þjónn eða starfsmaður. En það sem gerðist næst var enn ótrúlegra.

„Í þetta skipti,“ sagði Paul, „ákvað Andrew að koma sjálfur, og ekki bara það, heldur gekk hann út að sjálfu Buckingham-hliðinu með þeim, sem gerist aldrei, og stóð þar úti á götunni með þessum tveimur óþekktu konum í um tíu mínútur, þar til hann veifaði niður leigubíl, sett hann konurnar inn í hann og kvaddi þær.“

„Meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar gerir þetta einfaldlega ekki.“

Paul sagði að þetta væri ekki bara brot á siðum og reglum konungsfjölskyldunnar, heldur einnig stórt öryggisfrávik. Hann sagði: „Hver sem er hefði getað tekið hann eða tekið myndir af honum. Hann var þarna í a.m.k. tíu mínútur, því við þurftum að liggja undir f****** bílunum og bíða eftir að hann f****** færi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

Var upphaflega dæmdur í fimm ára fangelsi
Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu
Menning

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu

Margrét Löf neitaði að svara spurningum
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld
Innlent

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum
Innlent

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks
Innlent

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks

Játaði kannabisræktun á Selfossi
Innlent

Játaði kannabisræktun á Selfossi

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

Rændi spilavíti í Las Vegas með riffli
Myndband
Heimur

Rændi spilavíti í Las Vegas með riffli

Aðskotahlutur fannst í ORA dós
Innlent

Aðskotahlutur fannst í ORA dós

Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll
Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

Um leið og lögreglumennirnir sáu prinsinn forðuðu þeir sér, sumir földu sig undir bílum til að láta ekki sjá sig.
Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife
Heimur

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife

Rændi spilavíti í Las Vegas með riffli
Myndband
Heimur

Rændi spilavíti í Las Vegas með riffli

Minnst 14 drepnir í loftárásum Ísraela í Líbanon
Myndband
Heimur

Minnst 14 drepnir í loftárásum Ísraela í Líbanon

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig
Heimur

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig

Gassprenging tætti hús í Atlanta
Myndband
Heimur

Gassprenging tætti hús í Atlanta

Loka auglýsingu